Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 29-21 | Valsmenn rúlluðu yfir nýliðana Stefán Árni Pálsson skrifar 28. september 2015 15:10 Daníel Þór Ingason. Vísir/Vilhelm Valur vann auðveldan sigur á nýliðum Gróttu, 29-21, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 í upphafi leiksins en þá var þátttöku Gróttu í fyrri hálfleiknum lokið. Hlynur Morthens byrjaði að verja eins og skepna og Valsmenn keyrðu ítrekað í bakið á Gróttu og skoruðu með því auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Gróttumenn áttu einfaldlega ekki séns í hraðan leik Valsara og fljótlega var munurinn of mikill. Valsarar sýndu frábæran varnarleik, Hlynur kom þá með fyrir aftan og auðveld mörk litu dagsins ljós. Staðan í hálfleik var 19-10 fyrir Val. Þá hafði Hlynur Morthens varið tíu bolta. Grótta þurfti kraftaverk til að komast inn í leikinn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti eftir leikhléið og var munurinn orðinn tíu mörk, 22-12, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það skemmst frá því að segja að Grótta komst aldrei í takt við þennan handboltaleik og unnu Valsarar að lokum gríðarlega öruggan sigur, 29-21. Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamestur í liði Vals með níu mörk. Grótta þarf heldur betur að endurskoða sinn leik eftir kvöldið í kvöld. Hlynur Morthens varði 18 skot og var með 53% markvörslu. Ómar Ingi: Erum stórhættulegir í þessum ham„Þetta var ekki jafn auðveldur sigur og tölurnar gefa til kynna,“ segir Ómari Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þeirri forystu sem við vorum með í hálfleik. Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleiknum,sem gaf okkur þetta forskot. Bubbi var að verja vel og við náðum að skora fullt af mörkum úr hröðum upphlaupum.“ Ómar segir að liðið hafi sýnt mjög skynsaman sóknarleik í kvöld. „Þegar vörnin okkar er svona þétt, þá fáum við fullt af hraðaupphlaupum og það er stórhættulegt.“ Finnur Ingi: Valsarar nokkrum númerum og stórir„Valsararnir voru bara númeri of stórir í kvöld,“ segir Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, og fyrrverandi leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld. „Eftir þolanlega byrjun hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar, þá bara keyra þeir alveg yfir okkur. Við förum illa með okkar sóknir og Valur er bara með það sterkt lið að svoleiðis má bara alls ekki.“ Finnur segir að þrátt fyrir slæma stöðu hafi liðið ávallt haldið haus og klárað leikinn. „Í dag er bara svona mikill gæðamunur á þessum liðum, tölurnar ljúga aldrei. Við eigum eftir að bæta fullt að hlutum.“ Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Valur vann auðveldan sigur á nýliðum Gróttu, 29-21, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 í upphafi leiksins en þá var þátttöku Gróttu í fyrri hálfleiknum lokið. Hlynur Morthens byrjaði að verja eins og skepna og Valsmenn keyrðu ítrekað í bakið á Gróttu og skoruðu með því auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Gróttumenn áttu einfaldlega ekki séns í hraðan leik Valsara og fljótlega var munurinn of mikill. Valsarar sýndu frábæran varnarleik, Hlynur kom þá með fyrir aftan og auðveld mörk litu dagsins ljós. Staðan í hálfleik var 19-10 fyrir Val. Þá hafði Hlynur Morthens varið tíu bolta. Grótta þurfti kraftaverk til að komast inn í leikinn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti eftir leikhléið og var munurinn orðinn tíu mörk, 22-12, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það skemmst frá því að segja að Grótta komst aldrei í takt við þennan handboltaleik og unnu Valsarar að lokum gríðarlega öruggan sigur, 29-21. Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamestur í liði Vals með níu mörk. Grótta þarf heldur betur að endurskoða sinn leik eftir kvöldið í kvöld. Hlynur Morthens varði 18 skot og var með 53% markvörslu. Ómar Ingi: Erum stórhættulegir í þessum ham„Þetta var ekki jafn auðveldur sigur og tölurnar gefa til kynna,“ segir Ómari Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þeirri forystu sem við vorum með í hálfleik. Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleiknum,sem gaf okkur þetta forskot. Bubbi var að verja vel og við náðum að skora fullt af mörkum úr hröðum upphlaupum.“ Ómar segir að liðið hafi sýnt mjög skynsaman sóknarleik í kvöld. „Þegar vörnin okkar er svona þétt, þá fáum við fullt af hraðaupphlaupum og það er stórhættulegt.“ Finnur Ingi: Valsarar nokkrum númerum og stórir„Valsararnir voru bara númeri of stórir í kvöld,“ segir Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, og fyrrverandi leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld. „Eftir þolanlega byrjun hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar, þá bara keyra þeir alveg yfir okkur. Við förum illa með okkar sóknir og Valur er bara með það sterkt lið að svoleiðis má bara alls ekki.“ Finnur segir að þrátt fyrir slæma stöðu hafi liðið ávallt haldið haus og klárað leikinn. „Í dag er bara svona mikill gæðamunur á þessum liðum, tölurnar ljúga aldrei. Við eigum eftir að bæta fullt að hlutum.“
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira