Brady magnaður í stórsigri Patriots | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 12:00 Tom Brady byrjar leiktíðina frábærlega. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti aftur stórleik í gær þegar New England rústaði Jacksonville Jaguars, 51-17, á heimavelli í þriðju leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Brady, sem NFL-deildin reyndi að setja í fjögurra leikja bann, hefur spilað eins og andsetinn maður í fyrstu leikjunum og kastaði í gær 358 jarda og skoraði tvö snertimörk. Hlauparinn LeGarrette Blount fékk nóg að gera þegar New England nálgaðist markið, en þessi stóri og sterki hlaupari hljóp þrisvar sinnum með boltann inn í endamarkið og hljóp í heildina 78 jarda. Tom Brady náði stórum áfanga í leiknum þegar hann kastaði boltanum fyrir snertimarki á Danny Amendola í fyrri hálfleik. Það var 400. snertimark Tom Bradys og er hann aðeins fjóri maðurinn sem nær svo mörgum snertimörkum á ferlinum. Peyton Manning er lang efstur á þeim lista með 533 snertimörk, Brett Favre er annar með 508 og Dan Marino með 420. Brady ætti auðveldlega að ná Marino á þessu tímabili en líklega verður hann á endanum að sætta sig við þriðja sætið á þessum lista.Seattle að rústa Chicago.vísir/gettySögulegt tap Bangsanna Seattle Seahawks, sem spilað hefur til úrslita undanfarin tvö tímabil, komst á sigurbraut í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport. Seahawks, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, niðurlægði Chicago Bears, 26-0, á heimavelli sínum og heldur draumum sínum um úrslitakeppnina á lífi. Bears er án sigurs í fyrstu þremur leikjunum. Bears er eitt sögufrægasta liðið í NFL-deildinni og eitt það stærsta, en þar á bæ hefur lítið gengið undanfarin ár. Bears hafði ekki verið tekið á núllinu í 194 leikjum í röð, en það gerðist síðast fyrir tólf árum. Bears var án Jay Cutler, leikstjórnanda liðsins, í leiknum og notaði varamanninn Jimmy Clausen. Chicago-hefði allt eins getað spilað án leikstjórnanda en Clausen var skelfilegur í leiknum.Colin Kaepernick, leikstjórnandi 49ers, þakkar Carson Palmer, Arizona, fyrir leikinn í gær.vísir/gettyFimm fullkomin New England Patriots, Cincinatti Bengals, Denver Broncos, Carolina Panthers og Arizona Cardinals eru öll með fullkominn árangur, 3-0, eftir fyrstu þrjár leikvikurnar. Denver vann góðan útsigur á Detroit í gærkvöldi, en vörnin hjá Denver-liðinu lítur frábærlega út sem gerir Peyton Manning auðveldara um vik. Manning átti fínan leik í gær en hann hefur ekki spilað eins vel og hann getur við upphaf leiktíðar. Arizona Cardinals valtaði yfir San Francisco um helgina og skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Green Bay Packers getur bæst í hópinn með hinum 3-0 liðunum í nótt þegar liðið mætir Kansas City Chiefs í mánudagsleiknum.Úrslit gærdagins: Baltimore - Cincinatti 24-28 Carolina - New Orleans 27-22 Cleveland - Oakland 20-27 Dallas - Atlanta 28-39 Houston - Tampa Bay 19-9 Minnesota - San Diego 31-14 New England - Jacksonville 51-17 NY Jets - Philadelphia 24-17 St. Louis - Pittsburgh 6-12 Tennessee - Indianapolis 33-35 Arizona - San Francisco 7-47 Miami - Buffalo 14-41 Seattle - Chicago 26-0 Detroit - Denver 12-24 NFL Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti aftur stórleik í gær þegar New England rústaði Jacksonville Jaguars, 51-17, á heimavelli í þriðju leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Brady, sem NFL-deildin reyndi að setja í fjögurra leikja bann, hefur spilað eins og andsetinn maður í fyrstu leikjunum og kastaði í gær 358 jarda og skoraði tvö snertimörk. Hlauparinn LeGarrette Blount fékk nóg að gera þegar New England nálgaðist markið, en þessi stóri og sterki hlaupari hljóp þrisvar sinnum með boltann inn í endamarkið og hljóp í heildina 78 jarda. Tom Brady náði stórum áfanga í leiknum þegar hann kastaði boltanum fyrir snertimarki á Danny Amendola í fyrri hálfleik. Það var 400. snertimark Tom Bradys og er hann aðeins fjóri maðurinn sem nær svo mörgum snertimörkum á ferlinum. Peyton Manning er lang efstur á þeim lista með 533 snertimörk, Brett Favre er annar með 508 og Dan Marino með 420. Brady ætti auðveldlega að ná Marino á þessu tímabili en líklega verður hann á endanum að sætta sig við þriðja sætið á þessum lista.Seattle að rústa Chicago.vísir/gettySögulegt tap Bangsanna Seattle Seahawks, sem spilað hefur til úrslita undanfarin tvö tímabil, komst á sigurbraut í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport. Seahawks, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, niðurlægði Chicago Bears, 26-0, á heimavelli sínum og heldur draumum sínum um úrslitakeppnina á lífi. Bears er án sigurs í fyrstu þremur leikjunum. Bears er eitt sögufrægasta liðið í NFL-deildinni og eitt það stærsta, en þar á bæ hefur lítið gengið undanfarin ár. Bears hafði ekki verið tekið á núllinu í 194 leikjum í röð, en það gerðist síðast fyrir tólf árum. Bears var án Jay Cutler, leikstjórnanda liðsins, í leiknum og notaði varamanninn Jimmy Clausen. Chicago-hefði allt eins getað spilað án leikstjórnanda en Clausen var skelfilegur í leiknum.Colin Kaepernick, leikstjórnandi 49ers, þakkar Carson Palmer, Arizona, fyrir leikinn í gær.vísir/gettyFimm fullkomin New England Patriots, Cincinatti Bengals, Denver Broncos, Carolina Panthers og Arizona Cardinals eru öll með fullkominn árangur, 3-0, eftir fyrstu þrjár leikvikurnar. Denver vann góðan útsigur á Detroit í gærkvöldi, en vörnin hjá Denver-liðinu lítur frábærlega út sem gerir Peyton Manning auðveldara um vik. Manning átti fínan leik í gær en hann hefur ekki spilað eins vel og hann getur við upphaf leiktíðar. Arizona Cardinals valtaði yfir San Francisco um helgina og skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Green Bay Packers getur bæst í hópinn með hinum 3-0 liðunum í nótt þegar liðið mætir Kansas City Chiefs í mánudagsleiknum.Úrslit gærdagins: Baltimore - Cincinatti 24-28 Carolina - New Orleans 27-22 Cleveland - Oakland 20-27 Dallas - Atlanta 28-39 Houston - Tampa Bay 19-9 Minnesota - San Diego 31-14 New England - Jacksonville 51-17 NY Jets - Philadelphia 24-17 St. Louis - Pittsburgh 6-12 Tennessee - Indianapolis 33-35 Arizona - San Francisco 7-47 Miami - Buffalo 14-41 Seattle - Chicago 26-0 Detroit - Denver 12-24
NFL Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Sjá meira