Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. september 2015 07:00 Fólk kemur af baráttufundi í Háskólabíói Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“ Verkfall 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Sjá meira
Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“
Verkfall 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Sjá meira