Íslendingur verður meistari bæði hjá körlum og konum í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir var maður leiksins í landsleiknum gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn. vísir/valli Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira