Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 22-25 | Valur tók Reykjavíkurslaginn Stefán Árni Pálsson í Framhúsinu skrifar 24. september 2015 21:45 Vísir/vilhelm Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn