Lífið

Bieber og félagar skáluðu í rauðvíni í Vestmannaeyjum - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bieber birti þessa mynd á Instagram síðu sinni. Líklega er hún tekin í Vestmannaeyjum.
Bieber birti þessa mynd á Instagram síðu sinni. Líklega er hún tekin í Vestmannaeyjum. vísir
Rory Kramer, einn af vinum Justin Bieber, birtir myndband af föruneytinu að skála í rauðvíni á veitingarstað í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.

Myndbandið kemur fram á Youtube-rásinni Justin Bieber Videos 2.0 en rásin tekur myndbönd af Snapchat-reikningi Rory.

Það vita það felst allir að Bieber lenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun og fór beint á Subway í Reykjanesbæ. Þaðan var förinni haldið að Gullfossi og Geysi og ferðaðist hann um Suðurlandið í gærkvöldi.

Elliði Vignisson, bæjarstjórinn í Vestmanneyjum, greinir frá því á Facebook að Bieber hafi verið í bænum í gærkvöldi.

Á vef Pressunnar kemur fram að hann hafi hann og hópurinn allur hafi borðað á veitingarstað í bænum.

Hann endaði síðan kvöldið á hóteli á Suðurlandi þar sem hann spilaði FIFA 16 og meðal annars rústaði FH. 

Þetta er röng fyrirsögn, Bieber er í Vestmannaeyjum. Nú þarf að kenna peyjanum að spranga, leita að lundapysjum og pissa fram af Urðavita. #BieberaðfaraaðvinnaíGodthaab

Posted by Elliði Vignisson on 21. september 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×