Viðskipti innlent

Formaður fjárfesta Hörpuhótelsins: „Áform okkar eru óbreytt“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Svona mun Austurhöfn Reykjavíkurhafnar líta út þegar framkvæmdum verður lokið við hótel, íbúðir og verslunarhúsnæði.
Svona mun Austurhöfn Reykjavíkurhafnar líta út þegar framkvæmdum verður lokið við hótel, íbúðir og verslunarhúsnæði. vísir/valli
Richard L. Friedman, formaður fjárfesta í Edition Hotel Project, segir í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér að áform um byggingu hótels við Hörpu séu óbreytt.

Frá því var greint í DV í dag að fjármögnun hótelsins væri í uppnámi vegna samþykktar Reykjavíkurborgar um að sniðganga ísraelskar vörur sem framleiddar eru á hernumdu svæðunum.

Í yfirlýsingunni segir Friedman að honum hafi verið vel tekið á Íslandi sem og verkefninu sem hann stendur fyrir.

„Við erum áfram mjög spennt fyrir fyrirhugaðri hóteluppbyggingu og þeim áhrifum sem hún mun hafa á íslenska ferðaþjónustu, efnahag landsins og ásýnd borgarinnar.

Við látum öðrum eftir pólitísk úrlausnarefni, hvort heldur er á Íslandi eða á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hef ég fulla trú á umburðarlyndi Íslendinga og virðingu þeirra fyrir öllu fólki.

Áform okkar eru óbreytt.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×