Lífið

Óli tölva kom til bjargar: Bieber slátraði FH í FIFA 16

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er maður gærdagsins.
Ólafur Kristjánsson er maður gærdagsins. vísir
„Það var skemmtileg uppákoma sem átti sér stað í gær þegar ég var að mynda loftmyndir fyrir utan eitt hótelið á Suðurlandinu. Bieber var þar á vappinu með fríðu föruneyti,“ segir Ólafur Kristjánsson, sem stundum er kallaður Óli tölva hjá þeim félögum í Bítinu á Bylgjunni, en kanadíski popparinn Justin Bieber kom til landsins í gær.

Sú ósk barst að tengja Playstation-tölvu fyrir hann inni á hótelherberginu. „Það varð að vera rosalega tölvuvanur maður sem fengi það verkefni og það stóð á andlitinu mínu að sá maður væri ég.“

Bieber lenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun og fór beint á Subway í Reykjanesbæ. Þaðan var förinni haldið að Gullfossi og Geysi.

Fékk að vera í friði

„Við fórum bara í það og nú er ég kominn með það á ferilsskrána að hafa tengt Playstation-tölvu fyrir Justin Bieber,“ segir Ólafur en um var að ræða einkatölvu Justin Biber.

„Hann var með fullt af leikjum með sér og efsti leikurinn í bunkanum var FIFA 16. Hann hefur greinilega áhuga á fótbolta. Miðað það sem ég sá þá grunar mig að hann haldi með Arsenal. Hann var Arsenal í leiknum og var að spila við FH, staðan var 7-2,“ segir Ólafur sem þurfti ekki að skrifa undir neinn þagnarskyldusamning.

Ólafur segir að Bieber hafi alveg fengið að vera í friði á því hóteli sem hann gisti á í nótt. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×