Lífið

Justin Bieber á Íslandi: Kom við á Lemon í Reykjanesbæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber er mættur til landsins.
Justin Bieber er mættur til landsins. vísir
Kanadíski tónlistamaðurinn Justin Bieber lenti í dag á Keflavíkurvelli en ekki er ljóst hvort hann sé í fríi eða einungis að millilenda. Bieber keyrði beint í Reykjanesbæ og lagði hann beint fyrir utan Lemon í Reykjanesbæ.

„Því miður hafði hann ekki tíma til að borða en hann sagðist hugsanlega ætla koma aftur seinna,“ segir Jón Þór Gylfason, eigandi Lemon í Reykjanesbæ.

„Hann mætti ásamt svona fimmtán lífvörðum á tveimur risastórum Mercedes Benz sendiferðabifreiðum. Hann er greinilega hér ásamt tveimur vinum sínum en þeir hlupu allir meðfram Lemon og í áttina að sjónum, þar er svona grjótgarður og vinsæll staður fyrir túrista.“

Jón segir að þeir félagar hafi verið með myndavélar og búnað til að taka upp.

„Þegar hann kom til baka þá tóku tveir starfsmenn Lemon á móti honum og fengu að spjalla aðeins við hann. Lífverðir hans pössuðu vel að enginn myndi taka myndir af honum. Hann spurði starfsmennina hvernig væri að búa á Íslandi og svona. Hann sagði síðan sjálfur að hann væri í stoppi hér á Íslandi og vildi ekki að það væri verið að taka myndir af honum.“

Náðirðu mynd af Bieber á Íslandi? Sendu okkur endilega á Vísi, ritstjorn@visir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×