Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. september 2015 11:30 Úr leik Giants og Falcons í gær. Vísir/Getty New York Giants tapaði niður tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta gegn Atlanta Falcons á heimavelli í gær en þetta er annar leikurinn í röð sem Giants glutrar niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum. Leikmenn Giants voru með 20-10 forskot fyrir lokaleikhlutan á MetLife-leikvanginum í gær en gestirnir frá Atlanta komust yfir þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni þegar Devonta Freeman skoraði snertimark af stuttu færi. Giants héldu í sókn en komust aðeins að miðju vallarins þar til vörn Falcons stöðvaði sókn þeirra og tryggði sigurinn. Eru liðin á sitt hvorum enda töflunnar eftir leikinn en Falcons hafa unnið báða leiki sína hingað til á meðan Giants hafa tapað báðum. Stuðningsmenn Tampa Bay Buccaneers gátu fagnað sjaldgæfum sigri í gær er liðinu tókst að leggja nágrannana í New Orleans Saints að velli, 26-19, á heimavelli Saints í New Orleans. Var þetta fyrsti sigur leikstjórnandans Jameis Winston sem Buccaneers völdu með fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor.Russel Wilson reynir hér að losna úr krumlum Clay Matthews.Vísir/GettyLeikmenn Green Bay Packers náðu að hefna fyrir tapið í úrslitum NFC-deildarinnar í fyrra með 27-17 sigri á Seattle Seahawks í lokaleik gærkvöldsins. Gestirnir frá Seattle náðu forskotinu í þriðja leikhluta en með góðum lokaleikhluta tókst heimamönnum í Green Bay að tryggja sigurinn. Eftir leikinn eru Seattle Seahawks án sigurs eftir tvo leiki en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa fengið stjörnuinnherjann Jimmy Graham til liðs við sig frá New Orleans Saints í sumar. Þá meiddist leikstjórnandi Dallas Cowboys, Tony Romo, í 20-10 sigri liðsins á Philadelphia Eagles í gær en talið er að Romo verði frá næstu mánuðina eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leiknum. Gerist það aðeins viku eftir að stjörnu útherji liðsins, Dez Bryant, braut bein í fæti sínum, en Cowboys hafa unnið báða leiki sína hingað til. Voru alls 79 snertimörk í leikjum gærdagsins en síðasti leikur 2. umferðar fer fram í kvöld þegar Indianapolis Colts tekur á móti New York Jets. Má sjá helstu tilþrif gærdagsins hér.Romo þakkar Chip Kelly hér fyrir sigurinn.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Carolina Panthers 24-17 Houston Texans Pittsburgh Steelers 43-18 San Fransisco 49ers New Orleans Saints 19-26 Tampa Bay Buccaneers Minnesota Vikings 26-16 Detroit Lions Chicago Bears 23-48 Arizona Cardinals Buffalo Bills 32-40 New England Patriots Cincinatti Bengals 24-19 San Diego Chargers Cleveland Browns 28-14 Tennesee Titans New York Giants 20-24 Atlanta Falcons Washington Redskins 24-10 St Louis Rams Jacksonville Jaguars 23-20 Miami Dolphins Oakland Raiders 37-33 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 20-10 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 27-17 Seattle Seahawks NFL Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
New York Giants tapaði niður tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta gegn Atlanta Falcons á heimavelli í gær en þetta er annar leikurinn í röð sem Giants glutrar niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum. Leikmenn Giants voru með 20-10 forskot fyrir lokaleikhlutan á MetLife-leikvanginum í gær en gestirnir frá Atlanta komust yfir þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni þegar Devonta Freeman skoraði snertimark af stuttu færi. Giants héldu í sókn en komust aðeins að miðju vallarins þar til vörn Falcons stöðvaði sókn þeirra og tryggði sigurinn. Eru liðin á sitt hvorum enda töflunnar eftir leikinn en Falcons hafa unnið báða leiki sína hingað til á meðan Giants hafa tapað báðum. Stuðningsmenn Tampa Bay Buccaneers gátu fagnað sjaldgæfum sigri í gær er liðinu tókst að leggja nágrannana í New Orleans Saints að velli, 26-19, á heimavelli Saints í New Orleans. Var þetta fyrsti sigur leikstjórnandans Jameis Winston sem Buccaneers völdu með fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor.Russel Wilson reynir hér að losna úr krumlum Clay Matthews.Vísir/GettyLeikmenn Green Bay Packers náðu að hefna fyrir tapið í úrslitum NFC-deildarinnar í fyrra með 27-17 sigri á Seattle Seahawks í lokaleik gærkvöldsins. Gestirnir frá Seattle náðu forskotinu í þriðja leikhluta en með góðum lokaleikhluta tókst heimamönnum í Green Bay að tryggja sigurinn. Eftir leikinn eru Seattle Seahawks án sigurs eftir tvo leiki en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa fengið stjörnuinnherjann Jimmy Graham til liðs við sig frá New Orleans Saints í sumar. Þá meiddist leikstjórnandi Dallas Cowboys, Tony Romo, í 20-10 sigri liðsins á Philadelphia Eagles í gær en talið er að Romo verði frá næstu mánuðina eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leiknum. Gerist það aðeins viku eftir að stjörnu útherji liðsins, Dez Bryant, braut bein í fæti sínum, en Cowboys hafa unnið báða leiki sína hingað til. Voru alls 79 snertimörk í leikjum gærdagsins en síðasti leikur 2. umferðar fer fram í kvöld þegar Indianapolis Colts tekur á móti New York Jets. Má sjá helstu tilþrif gærdagsins hér.Romo þakkar Chip Kelly hér fyrir sigurinn.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Carolina Panthers 24-17 Houston Texans Pittsburgh Steelers 43-18 San Fransisco 49ers New Orleans Saints 19-26 Tampa Bay Buccaneers Minnesota Vikings 26-16 Detroit Lions Chicago Bears 23-48 Arizona Cardinals Buffalo Bills 32-40 New England Patriots Cincinatti Bengals 24-19 San Diego Chargers Cleveland Browns 28-14 Tennesee Titans New York Giants 20-24 Atlanta Falcons Washington Redskins 24-10 St Louis Rams Jacksonville Jaguars 23-20 Miami Dolphins Oakland Raiders 37-33 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 20-10 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 27-17 Seattle Seahawks
NFL Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira