Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2015 21:15 Loftárásir Rússa á Sýrland hófust í dag. Vísir/Getty Vafi leikur á því hvort loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi verið gerðar á bækistöðvar ISIS líkt og sagði í tilkynningu frá rússneska Varnarmálaráðuneytinu fyrr í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það vera mikið áhyggjuefni séu Rússar að gera árásir á aðra hópa en ISIS í Sýrlandi. Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Rússland segir að flugsveitir rússneska hersins hafi ráðist á átta skotmörk í eigu ISIS, allt frá bækistöðvum til vopnageymslna. Með fréttatilkynningunni fylgdi myndband þar sem sjá má flugsveitirnar varpa sprengjum á skotmörk í Sýrlandi.Genevieve Casagrande hjá Institute for the Study of War (ISW) segir að samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur safnað saman hafi loftárásir Rússa ekki verið gerðar á bækistöðvar ISIS. Þær hafi fyrst og fremst verið gerðar á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal Jabhat Al-Nusra sem tengist hryðjuverkasamtökunum Al-Queda og hópum sem fengið hafi hernaðaraðstoð frá Vesturlöndunum. Í umfjöllum ISW segir að næstu bækistöðvar ISIS hafi verið í 55 kílómetra fjarlægð frá loftárásum Rússa.New ISW map of Russian airstrikes. Updates as events occur. http://t.co/f2PNCiWc3O pic.twitter.com/0K0AGER0KM— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2015 Bandarísk yfirvöld hafa dregið í efa að loftárásunum hafi verið beint gegn ISIS en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, lét hafa eftir sér að það liti út fyrir að loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi ekki verið gerðar á skotmörk tengd ISIS. John Kerry sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin styddu aðgerðir sem ætlaðar væru til að draga úr krafti ISIS en að það væri mikið áhyggjuefni ef loftárásir Rússa beindust gegn öðrum hópum en ISISWe would have grave concerns should #Russia strike areas where ISIL-affiliated targets are not operating.— John Kerry (@JohnKerry) September 30, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Vafi leikur á því hvort loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi verið gerðar á bækistöðvar ISIS líkt og sagði í tilkynningu frá rússneska Varnarmálaráðuneytinu fyrr í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það vera mikið áhyggjuefni séu Rússar að gera árásir á aðra hópa en ISIS í Sýrlandi. Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Rússland segir að flugsveitir rússneska hersins hafi ráðist á átta skotmörk í eigu ISIS, allt frá bækistöðvum til vopnageymslna. Með fréttatilkynningunni fylgdi myndband þar sem sjá má flugsveitirnar varpa sprengjum á skotmörk í Sýrlandi.Genevieve Casagrande hjá Institute for the Study of War (ISW) segir að samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur safnað saman hafi loftárásir Rússa ekki verið gerðar á bækistöðvar ISIS. Þær hafi fyrst og fremst verið gerðar á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal Jabhat Al-Nusra sem tengist hryðjuverkasamtökunum Al-Queda og hópum sem fengið hafi hernaðaraðstoð frá Vesturlöndunum. Í umfjöllum ISW segir að næstu bækistöðvar ISIS hafi verið í 55 kílómetra fjarlægð frá loftárásum Rússa.New ISW map of Russian airstrikes. Updates as events occur. http://t.co/f2PNCiWc3O pic.twitter.com/0K0AGER0KM— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2015 Bandarísk yfirvöld hafa dregið í efa að loftárásunum hafi verið beint gegn ISIS en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, lét hafa eftir sér að það liti út fyrir að loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi ekki verið gerðar á skotmörk tengd ISIS. John Kerry sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin styddu aðgerðir sem ætlaðar væru til að draga úr krafti ISIS en að það væri mikið áhyggjuefni ef loftárásir Rússa beindust gegn öðrum hópum en ISISWe would have grave concerns should #Russia strike areas where ISIL-affiliated targets are not operating.— John Kerry (@JohnKerry) September 30, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira