Náfölnaði þegar sérsveitarmaðurinn birtist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2015 10:37 Handtakan fór fram við Hótel Frón í Reykjavík. vísir/stefán Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15
Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14