Allir verða að græða á kostnað Jóns og Gunnu Skjóðan skrifar 30. september 2015 07:00 Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl. Skjóðan Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl.
Skjóðan Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira