Hótelherbergjum mun fjölga um helming Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 07:00 Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion, segir fjölgunina ævintýralega mikla. Fréttablaðið/GVA Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira