Fyrirliðinn er íslenska liðinu afar mikilvægur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 08:00 Aron Einar tekur út leikbann í dag. vísir/vilhelm Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag. Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á heimavelli í undankeppni síðan í júní 2013 og í raun aðeins tapað tveimur alvöruleikjum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu. Báðir leikirnir eiga það sameiginlegt að liðið var án Arons Einars annað hvort allan eða stóran hluta leiksins. Í tapinu á móti Slóvenum í Laugardalnum 7. júní fór Aron Einar af velli eftir að hafa farið úr axlarlið eftir 50 mínútna leik. Þá var staðan 2-2 en íslenska liðið tapaði síðustu 40 mínútum leiksins 2-0 og þar með leiknum 4-2. Haustið áður hafði íslenska liðið spilað án Arons Einars á móti Sviss og þrátt fyrir góða frammistöðu þurfti liðið að sætta sig við 2-0 tap á móti verðandi öruggum sigurvegurum riðilsins. „Það hafa allir séð að Aron hefur verið að spila vel í þessari undankeppni. Það væri alltaf best að geta valið úr öllum leikmannahópnum. Ég segi alltaf, ekki horfa á vandamálin heldur einblínið frekar á lausnirnar,“ sagði Lars Lagerbäck um fjarveru Arons á blaðamannafundi í gær. „Ég vona það að við getum sýnt það á móti Lettlandi að við getum fundið góðan mann fyrir hann. Aron hefur samt spilað virkilega vel og hann kemur með mikilvægt jafnvægi inn í liðið. Menn þurfa að spila marga leiki með liðinu til að ná valdi á slíku hlutverki sem og að spila fyrir liðið og lesa leikinn vel. Þetta er því vissulega ekki auðveldasta staðan til að fylla,“ sagði Lagerbäck. Það er hægt að taka undir þau orð. Ísland vann síðast keppnisleik án Arons Einars fyrir rúmum fjórum árum þegar liðið vann 1-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í byrjun september 2011. Líklegast er að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag. Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á heimavelli í undankeppni síðan í júní 2013 og í raun aðeins tapað tveimur alvöruleikjum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu. Báðir leikirnir eiga það sameiginlegt að liðið var án Arons Einars annað hvort allan eða stóran hluta leiksins. Í tapinu á móti Slóvenum í Laugardalnum 7. júní fór Aron Einar af velli eftir að hafa farið úr axlarlið eftir 50 mínútna leik. Þá var staðan 2-2 en íslenska liðið tapaði síðustu 40 mínútum leiksins 2-0 og þar með leiknum 4-2. Haustið áður hafði íslenska liðið spilað án Arons Einars á móti Sviss og þrátt fyrir góða frammistöðu þurfti liðið að sætta sig við 2-0 tap á móti verðandi öruggum sigurvegurum riðilsins. „Það hafa allir séð að Aron hefur verið að spila vel í þessari undankeppni. Það væri alltaf best að geta valið úr öllum leikmannahópnum. Ég segi alltaf, ekki horfa á vandamálin heldur einblínið frekar á lausnirnar,“ sagði Lars Lagerbäck um fjarveru Arons á blaðamannafundi í gær. „Ég vona það að við getum sýnt það á móti Lettlandi að við getum fundið góðan mann fyrir hann. Aron hefur samt spilað virkilega vel og hann kemur með mikilvægt jafnvægi inn í liðið. Menn þurfa að spila marga leiki með liðinu til að ná valdi á slíku hlutverki sem og að spila fyrir liðið og lesa leikinn vel. Þetta er því vissulega ekki auðveldasta staðan til að fylla,“ sagði Lagerbäck. Það er hægt að taka undir þau orð. Ísland vann síðast keppnisleik án Arons Einars fyrir rúmum fjórum árum þegar liðið vann 1-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í byrjun september 2011. Líklegast er að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira