Pólland og Þýskaland á EM | Írland fer í umspilið Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. október 2015 20:45 Pólverjar fagna sigri í kvöld. Vísir/Getty Pólland komst í kvöld í lokakeppni EM í þriðja skiptið í röð eftir 2-1 sigur á Írlandi á heimavelli í kvöld en Robert Lewandowski skoraði sigurmark Póllands í kvöld. Um var að ræða hreinan úrslitaleik upp á hvort liðið fengi sæti á EM næsta sumar en leikmenn írska liðsins vissu að 2-2 jafntefli myndi duga liðinu til þess að fá beint sæti í lokakeppninni næsta sumar. Grzegorz Krychowiak kom Póllandi yfir á 13. mínútu en Jon Walters jafnaði metin nokkrum mínútum síðar af vítapunktinum. Þegar allt virtist stefna í að liðin færu jöfn inn í hálfleikinn tókst Robert Lewandowski að bæta við öðru marki Póllands í leiknum. Var þetta sjötti leikurinn í röð sem hann skorar í og níundi af síðustu tíu en í síðustu sex leikjum hefur hann skorað 15 mörk á aðeins þremur vikum. Írska liðið reyndi að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn en árangurs og fögnuðu leikmenn pólska liðsins sigri að lokum. Fékk fyrirliði Írlands, John O'Shea, sitt seinna gula spjald á 90. mínútu. Í Þýskalandi lentu heimamenn í óvæntum vandræðum gegn Georgíu í Leipzig en sigurmark Þýskalands kom tíu mínútum fyrir leikslok í 2-1 sigri. Var þar að verki Max Kruse eftir að Jaba Kankava jafnaði metin fyrir Georgíu. Sigur Þýskalands tryggði ríkjandi heimsmeisturunum sæti á EM næsta sumar en í lokaleik D-riðilsins vann Skotland öruggan 6-0 sigur á Gíbraltar.Úrslit kvöldsins: Gíbraltar 0-6 Skotland Pólland 2-1 Írland Þýskaland 2-1 GeorgíaLokastaða D-riðilsins: Þýskaland 22 stig Pólland 21 stig Írland 18 stig Skotland 15 stig Georgía 9 stig Gíbraltar 0 stigÞjálfari Pólverja, Adam Nawalka, fékk flugferð í leikslok.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Pólland komst í kvöld í lokakeppni EM í þriðja skiptið í röð eftir 2-1 sigur á Írlandi á heimavelli í kvöld en Robert Lewandowski skoraði sigurmark Póllands í kvöld. Um var að ræða hreinan úrslitaleik upp á hvort liðið fengi sæti á EM næsta sumar en leikmenn írska liðsins vissu að 2-2 jafntefli myndi duga liðinu til þess að fá beint sæti í lokakeppninni næsta sumar. Grzegorz Krychowiak kom Póllandi yfir á 13. mínútu en Jon Walters jafnaði metin nokkrum mínútum síðar af vítapunktinum. Þegar allt virtist stefna í að liðin færu jöfn inn í hálfleikinn tókst Robert Lewandowski að bæta við öðru marki Póllands í leiknum. Var þetta sjötti leikurinn í röð sem hann skorar í og níundi af síðustu tíu en í síðustu sex leikjum hefur hann skorað 15 mörk á aðeins þremur vikum. Írska liðið reyndi að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn en árangurs og fögnuðu leikmenn pólska liðsins sigri að lokum. Fékk fyrirliði Írlands, John O'Shea, sitt seinna gula spjald á 90. mínútu. Í Þýskalandi lentu heimamenn í óvæntum vandræðum gegn Georgíu í Leipzig en sigurmark Þýskalands kom tíu mínútum fyrir leikslok í 2-1 sigri. Var þar að verki Max Kruse eftir að Jaba Kankava jafnaði metin fyrir Georgíu. Sigur Þýskalands tryggði ríkjandi heimsmeisturunum sæti á EM næsta sumar en í lokaleik D-riðilsins vann Skotland öruggan 6-0 sigur á Gíbraltar.Úrslit kvöldsins: Gíbraltar 0-6 Skotland Pólland 2-1 Írland Þýskaland 2-1 GeorgíaLokastaða D-riðilsins: Þýskaland 22 stig Pólland 21 stig Írland 18 stig Skotland 15 stig Georgía 9 stig Gíbraltar 0 stigÞjálfari Pólverja, Adam Nawalka, fékk flugferð í leikslok.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira