Bjarni: Indriði er KR-ingur og við viljum hafa KR-inga í liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 16:31 „Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira