Innlent

Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fulltrúar SFR, SLFÍ og LL í stjórnarráðinu í morgun ásamt forsætisráðherra.
Fulltrúar SFR, SLFÍ og LL í stjórnarráðinu í morgun ásamt forsætisráðherra. vísir/stefán
Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið, en ríkisstjórnarfundur var í stjórnarráðinu klukkan hálftíu.

Þá var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, afhent yfirlýsing SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands þar sem þess er krafist að ríkið semji strax við félögin.

Að óbreyttu skellur verkfall SFR og sjúkraliða á þann 15. október næstkomandi. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt en sú óvenjulega staða kom upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag að fjöldi lögreglumanna boðaði forföll vegna veikinda.

Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að af þessum sökum muni lögreglan ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, mætir til ríkisstjórnarfundar í morgun en félagsmenn SFR fjölmenntu við stjórnarráðið.vísir/stefán
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, mætir til ríkisstjórnarfundar í morgun en félagsmenn SFR fjölmenntu við stjórnarráðið.vísir/stefán

Tengdar fréttir

Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund

Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×