Lífið

Liburd til liðs við Game of Thrones

Atli ísleifsson skrifar
Melanie Liburd segir að með þessu sé draumur að rætast.
Melanie Liburd segir að með þessu sé draumur að rætast. Mynd/Twitter
Breska leikkonan Melanie Liburd hefur bæst í hóp leikara sem taka nú þátt í upptökum á sjöttu þáttaröð Game of Thrones.

Hin 27 ára Liburd greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hún segist meira en lítið spennt og að með þessu sé draumur að rætast.

Liburd hefur áður leikið í þáttum á borð við The Grinder, Strike Back, Dracula og CSI: Crime Scene Investigation.

Deadline greinir frá því að Liburd verði í hlutverki rauðs prests og hafa verið uppi vangaveltur um hvort hún taki við hlutverki Melisandre sem Carice Van Houten hefur farið með eða hvort nýr prestur verði kynntur til sögunnar.

Huffington Post segir jafnframt frá því að aðdáendur hafa einnig velt því fyrir sér hvort þátttaka Liburd tengist á einhvern hátt mögulegri endurkomu Jon Snow í þættina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×