Lars: Þurfum að gera betur en gegn Kasakstan Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 23:30 Lars Lagerbäck ræðir við strákana á æfingu Íslands. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, segir ekkert annað en sigur koma til greina í síðustu tveimur leikjum strákanna okkar í undankeppni EM 2016. Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn og Tyrkjum ytra á þriðjudaginn, en Ísland á möguleika á að vinna sinn riðil í fyrsta skipti í sögunni. „Við lítum á leikinn gegn Lettum sem mjög mikilvægan leik sem við ætlum okkur að vinna og þannig undirbúum við liðið,“ sagði Lars við vísi í dag. Ísland vann Letta tiltölulega auðveldlega, 3-0, í fyrri leik liðanna á síðasta ári, en hafa Lettarnir breyst síðan þá? „Þeir eru mun betri en síðast. Lettneska liðið breytti hugarfarinu eftir tapið gegn Hollandi. Liðið verst mjög vel, er skipulagt og beitir öflugum skyndisóknum,“ sagði Lars, en hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu? „Það sem við undirstrikum er sóknarþriðjungurinn. Við vorum ekki nógu góðir að sækja gegn Kasakstan. Við stýrðum leiknum vel og ég skil að leikmennirnir vildu halda boltanum því úrslitin skiptu mestu máli.“ „Við þurfum að komast aftur fyrir Lettana og ná góðum fyrirgjöfum. Ef við ætlum að skora þurfum við að gera betur en gegn Kasakstan,“ sagði Lars. Ísland vill komast upp í þriðja styrkeleikaflokk fyrir dráttinn til riðlakeppni EM sem gæti skipt sköpum þegar á mótið er komið. Hvað þarf að gerast svo þannig fari? Það fer eftir því hvaða lið komast en við þurfum held ég alltaf að vinna bæði Lettland og Tyrkland. Þessa stundina erum við í fjórða styrkleikaflokki en við eigum möguleika að komast ofar,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið. 8. október 2015 14:30 Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel. 8. október 2015 14:00 Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt. 8. október 2015 15:15 Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, segir ekkert annað en sigur koma til greina í síðustu tveimur leikjum strákanna okkar í undankeppni EM 2016. Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn og Tyrkjum ytra á þriðjudaginn, en Ísland á möguleika á að vinna sinn riðil í fyrsta skipti í sögunni. „Við lítum á leikinn gegn Lettum sem mjög mikilvægan leik sem við ætlum okkur að vinna og þannig undirbúum við liðið,“ sagði Lars við vísi í dag. Ísland vann Letta tiltölulega auðveldlega, 3-0, í fyrri leik liðanna á síðasta ári, en hafa Lettarnir breyst síðan þá? „Þeir eru mun betri en síðast. Lettneska liðið breytti hugarfarinu eftir tapið gegn Hollandi. Liðið verst mjög vel, er skipulagt og beitir öflugum skyndisóknum,“ sagði Lars, en hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu? „Það sem við undirstrikum er sóknarþriðjungurinn. Við vorum ekki nógu góðir að sækja gegn Kasakstan. Við stýrðum leiknum vel og ég skil að leikmennirnir vildu halda boltanum því úrslitin skiptu mestu máli.“ „Við þurfum að komast aftur fyrir Lettana og ná góðum fyrirgjöfum. Ef við ætlum að skora þurfum við að gera betur en gegn Kasakstan,“ sagði Lars. Ísland vill komast upp í þriðja styrkeleikaflokk fyrir dráttinn til riðlakeppni EM sem gæti skipt sköpum þegar á mótið er komið. Hvað þarf að gerast svo þannig fari? Það fer eftir því hvaða lið komast en við þurfum held ég alltaf að vinna bæði Lettland og Tyrkland. Þessa stundina erum við í fjórða styrkleikaflokki en við eigum möguleika að komast ofar,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið. 8. október 2015 14:30 Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel. 8. október 2015 14:00 Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt. 8. október 2015 15:15 Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35
Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið. 8. október 2015 14:30
Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel. 8. október 2015 14:00
Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt. 8. október 2015 15:15
Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59