Allt bendir til að 1100 sjúkraliðar leggi niður störf sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2015 12:45 „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg," segir framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands. mynd/sfr Allt stefnir í að ellefu hundruð sjúkraliðar leggi niður störf í næstu viku, að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands. Hann er ósáttur við að félaginu sé ekki boðinn viðlíka samningur og þeim sem Starfsgreinasambandið undirritaði í gær. „Það virtist enginn áhugi vera fyrir að semja við okkur á síðasta fundi. En við getum ekki séð annað en að samningurinn við Starfsgreinasambandið sé nákvæmlega á þeim nótum sem við erum að fara fram á. Þannig að þetta er óskiljanlegt fyrir okkur. Ég verð bara að segja það,” segir Gunnar Örn.Kjaradeilan í algjörum hnút Hann segir kjaradeiluna í algjörum hnút og enga lausn í sjónmáli. „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg. Hún er eiginlega bara á núllpunkti. Við erum dottin aftur til baka í mars í vor þar sem það lá fyrir að við ættum að semja eins og almenni markaðurinn krefur okkur um, þannig að það stefnir bara allt í verkfall. Mig langar að bæta því við að ef fjármálaráðherra heldur að okkar fólk sé tilbúið til að semja um eitthvað annað en hann er búinn að semja við aðrar stéttir sem eru undir hans stjórn eða ábyrgð, þá kemur það aldrei til greina.” Þá segist Gunnar ósáttur við umræðuna um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Varðandi þessa umræðu um að allt fari til andskotans ef þeir opinberu starfsmenn sem eftir eru fái viðlíka kjarabætur og aðrir. Það situr enn í mínu minni þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kom fram þegar krafan um 300 þúsund krónurnar kom, þá var sú sama ræða haldin að hér færi verðbólga af stað og gengið félli. En nú heldur hann því fram að það sé eina viðmiðið. Þannig að svona pantaðar niðurstöður frá einhverjum hagfræðingum sem halda því að allt fari til fjandans, við hlustum ekki á þær.”Þolinmæðin á þrotum Undanfarna mánuði hefur Sjúkraliðafélag íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir í síðan vor en deilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Lögreglumenn segja þolinmæði þeirra á þrotum, og sendir hvert lögreglufélagið af öðru frá sér ályktanir þar sem það kemur fram. Lögreglufélag Suðurnesja sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem segir meðal annars að skilaboð samningamanna ríkisins á síðasta árangurslausa samningafundi séu ekkert annað en lítilsvirðing við þær stéttir sem ósamið er við. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Allt stefnir í að ellefu hundruð sjúkraliðar leggi niður störf í næstu viku, að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands. Hann er ósáttur við að félaginu sé ekki boðinn viðlíka samningur og þeim sem Starfsgreinasambandið undirritaði í gær. „Það virtist enginn áhugi vera fyrir að semja við okkur á síðasta fundi. En við getum ekki séð annað en að samningurinn við Starfsgreinasambandið sé nákvæmlega á þeim nótum sem við erum að fara fram á. Þannig að þetta er óskiljanlegt fyrir okkur. Ég verð bara að segja það,” segir Gunnar Örn.Kjaradeilan í algjörum hnút Hann segir kjaradeiluna í algjörum hnút og enga lausn í sjónmáli. „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg. Hún er eiginlega bara á núllpunkti. Við erum dottin aftur til baka í mars í vor þar sem það lá fyrir að við ættum að semja eins og almenni markaðurinn krefur okkur um, þannig að það stefnir bara allt í verkfall. Mig langar að bæta því við að ef fjármálaráðherra heldur að okkar fólk sé tilbúið til að semja um eitthvað annað en hann er búinn að semja við aðrar stéttir sem eru undir hans stjórn eða ábyrgð, þá kemur það aldrei til greina.” Þá segist Gunnar ósáttur við umræðuna um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Varðandi þessa umræðu um að allt fari til andskotans ef þeir opinberu starfsmenn sem eftir eru fái viðlíka kjarabætur og aðrir. Það situr enn í mínu minni þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kom fram þegar krafan um 300 þúsund krónurnar kom, þá var sú sama ræða haldin að hér færi verðbólga af stað og gengið félli. En nú heldur hann því fram að það sé eina viðmiðið. Þannig að svona pantaðar niðurstöður frá einhverjum hagfræðingum sem halda því að allt fari til fjandans, við hlustum ekki á þær.”Þolinmæðin á þrotum Undanfarna mánuði hefur Sjúkraliðafélag íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir í síðan vor en deilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Lögreglumenn segja þolinmæði þeirra á þrotum, og sendir hvert lögreglufélagið af öðru frá sér ályktanir þar sem það kemur fram. Lögreglufélag Suðurnesja sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem segir meðal annars að skilaboð samningamanna ríkisins á síðasta árangurslausa samningafundi séu ekkert annað en lítilsvirðing við þær stéttir sem ósamið er við.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09