Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2015 10:15 Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið. Vísir/AFP Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33
Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent