Emil: Við viljum ekki gefa forseta Chievo pening Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2015 17:30 Emil Hallfreðsson er fastamaður í liði Hellas Verona. vísir/getty Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, er orðin heill af meiðslunum sem héldu honum frá leikjunum gegn Hollandi og Kasakstan í síðasta mánuði. Emil reif vöðva í læri en er kominn aftur á skrið og byrjaður að spila með Hellas Verona í Seríu A. „Ég er orðinn góður og hef það frábært,“ sagði Emil hress og kátur við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Það hefur gengið vel hjá mér og ég er ánægður með að vera kominn aftur í gang. Það er gott fyrir sjálfan mig, landsliðið og Verona.“Emil Hallfreðsson og Luca Toni hafa báðir verið meiddir.vísir/gettyEigum að vera betri í ár Verona stóð sig mjög vel í deildinni á síðustu leiktíð og var í Evrópubaráttu fram í lokaumferðirnar. Nú er öldin önnur, en liðið er án sigurs í fyrstu sjö umferðunum og situr í fallsæti. „Ég vil ekki vera að afsaka eitt eða neitt en það er ótrúlegt ástandið hjá okkur hvað varðar meiðsli. Við erum alltaf með 7-8 leikmenn meidda,“ segir Emil, en þeir sem eru meiddir eru engir smá kallar. Rafael Marquéz, Luca Toni, Giampaolo Pazzini og ég erum til dæmis allir búnir að vera meiddur, þessir helstu,“ segir Emil og brosir. „Við höfum ekki spilað með framherja heldur í síðustu tveimur leikjum. Við erum með kantmenn frammi og það er ástæða þess að við höfum ekki náð okkur á strik.“ Stigasöfnunin við upphaf nýrrar leiktíðar eru mikil vonbrigði fyrir Verona sem styrkti liðið og sótti reynslubolta eins og Rafael Marquéz sem var lykilmaður í liði Barcelona um árabil. „Að mínu mati eigum við að vera betri í ár en í fyrra. Við erum með betra lið. Þessi meiðsli eru bara að fara illa með okkur því við getum aldrei stillt upp okkar sterkasta liði,“ segir Emil, en stendur þá ekki til að reka þjálfarann sem virðist alltaf lausnin á Ítalíu? „Nei, sem betur fer ekki. Hann er búinn að vera þarna í fimm ár og það sýna allir ástandinu skilning. Það er ekki hægt að kenna þjálfaranum um gengið þegar 7-8 menn eru alltaf meiddir.“Emil á ferðinni gegn Ítalíumeisturum Juventus.vísir/gettyRígurinn mikill Emil var í byrjunarliðinu um síðustu helgi þegar Hellas Verona mætti Chievo Verona í borgarslag, en hatrið á milli liðanna er töluvert. „Þetta er stór nágrannaslagur. Heiðurinn er í húfi og það er rosalegur rígur á mill liðanna,“ segir Emil, en liðin deila heimavellinum Stadio Marc'Antonio Bentegodi „Það mæta um 20 þúsund manns á leikina okkar en bara 5-7 þúsund hjá þeim. Leikurinn um helgina var þeirra heimaleikur og ákváðu stuðningsmenn Hellas að mæta ekki margir hverjir því þeir vilja ekki styðja forseta Chievo,“ segir Emil. „Það voru ekki nema 5-6 þúsund stuðningsmenn frá okkur, en þegar við eigum heimaleikinn gegn Chievo er alltaf troðfullt. Við viljum bara ekki gefa forseta Chievo pening. Við stuðningsmenn Hellas lítum á Chievo eins og það sé ekki til,“ segir Emil Hallfreðsson. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18 Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos. 6. október 2015 13:45 Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Landsliðsþjálfarinn reiknar með því að það verði erfitt að skora gegn þéttu varnarliði Lettlands á laugardaginn. 6. október 2015 12:35 Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00 Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu. 6. október 2015 15:30 Ólafur Ingi: Þeir þykjast bíða eftir mér í Istanbul Fékk olnbogaskot í andlitið frá Mario Gomez og komst svo í mikla ónáð hjá blóðheitum stuðningsmönnum Besiktas. 7. október 2015 14:30 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, er orðin heill af meiðslunum sem héldu honum frá leikjunum gegn Hollandi og Kasakstan í síðasta mánuði. Emil reif vöðva í læri en er kominn aftur á skrið og byrjaður að spila með Hellas Verona í Seríu A. „Ég er orðinn góður og hef það frábært,“ sagði Emil hress og kátur við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Það hefur gengið vel hjá mér og ég er ánægður með að vera kominn aftur í gang. Það er gott fyrir sjálfan mig, landsliðið og Verona.“Emil Hallfreðsson og Luca Toni hafa báðir verið meiddir.vísir/gettyEigum að vera betri í ár Verona stóð sig mjög vel í deildinni á síðustu leiktíð og var í Evrópubaráttu fram í lokaumferðirnar. Nú er öldin önnur, en liðið er án sigurs í fyrstu sjö umferðunum og situr í fallsæti. „Ég vil ekki vera að afsaka eitt eða neitt en það er ótrúlegt ástandið hjá okkur hvað varðar meiðsli. Við erum alltaf með 7-8 leikmenn meidda,“ segir Emil, en þeir sem eru meiddir eru engir smá kallar. Rafael Marquéz, Luca Toni, Giampaolo Pazzini og ég erum til dæmis allir búnir að vera meiddur, þessir helstu,“ segir Emil og brosir. „Við höfum ekki spilað með framherja heldur í síðustu tveimur leikjum. Við erum með kantmenn frammi og það er ástæða þess að við höfum ekki náð okkur á strik.“ Stigasöfnunin við upphaf nýrrar leiktíðar eru mikil vonbrigði fyrir Verona sem styrkti liðið og sótti reynslubolta eins og Rafael Marquéz sem var lykilmaður í liði Barcelona um árabil. „Að mínu mati eigum við að vera betri í ár en í fyrra. Við erum með betra lið. Þessi meiðsli eru bara að fara illa með okkur því við getum aldrei stillt upp okkar sterkasta liði,“ segir Emil, en stendur þá ekki til að reka þjálfarann sem virðist alltaf lausnin á Ítalíu? „Nei, sem betur fer ekki. Hann er búinn að vera þarna í fimm ár og það sýna allir ástandinu skilning. Það er ekki hægt að kenna þjálfaranum um gengið þegar 7-8 menn eru alltaf meiddir.“Emil á ferðinni gegn Ítalíumeisturum Juventus.vísir/gettyRígurinn mikill Emil var í byrjunarliðinu um síðustu helgi þegar Hellas Verona mætti Chievo Verona í borgarslag, en hatrið á milli liðanna er töluvert. „Þetta er stór nágrannaslagur. Heiðurinn er í húfi og það er rosalegur rígur á mill liðanna,“ segir Emil, en liðin deila heimavellinum Stadio Marc'Antonio Bentegodi „Það mæta um 20 þúsund manns á leikina okkar en bara 5-7 þúsund hjá þeim. Leikurinn um helgina var þeirra heimaleikur og ákváðu stuðningsmenn Hellas að mæta ekki margir hverjir því þeir vilja ekki styðja forseta Chievo,“ segir Emil. „Það voru ekki nema 5-6 þúsund stuðningsmenn frá okkur, en þegar við eigum heimaleikinn gegn Chievo er alltaf troðfullt. Við viljum bara ekki gefa forseta Chievo pening. Við stuðningsmenn Hellas lítum á Chievo eins og það sé ekki til,“ segir Emil Hallfreðsson.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18 Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos. 6. október 2015 13:45 Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Landsliðsþjálfarinn reiknar með því að það verði erfitt að skora gegn þéttu varnarliði Lettlands á laugardaginn. 6. október 2015 12:35 Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00 Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu. 6. október 2015 15:30 Ólafur Ingi: Þeir þykjast bíða eftir mér í Istanbul Fékk olnbogaskot í andlitið frá Mario Gomez og komst svo í mikla ónáð hjá blóðheitum stuðningsmönnum Besiktas. 7. október 2015 14:30 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Sjá meira
Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18
Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos. 6. október 2015 13:45
Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Landsliðsþjálfarinn reiknar með því að það verði erfitt að skora gegn þéttu varnarliði Lettlands á laugardaginn. 6. október 2015 12:35
Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00
Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu. 6. október 2015 15:30
Ólafur Ingi: Þeir þykjast bíða eftir mér í Istanbul Fékk olnbogaskot í andlitið frá Mario Gomez og komst svo í mikla ónáð hjá blóðheitum stuðningsmönnum Besiktas. 7. október 2015 14:30