Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Jakob Bjarnar skrifar 8. október 2015 09:30 Siggi í Víking er tæpitungulaus og leiðir blaðamann Vísis í allan sannleika um lundabransann og hvernig kaupin gerast á þeirri eyrinni. visir/stefán Sigurður Guðmundsson, sem kenndur er við Víking, en hann hefur starfað í tæpa tvo áratugi við að höndla með varning ætlaðan ferðamönnum, segir megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagningin í hinum svokölluðu lundabúðum er óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu. Þar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkir við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Lundabúðirnar velta milljörðum Miðborg Reykjavíkur hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Hinar svokölluðu lundabúðir, þar sem varningur ætlaður túristum er seldur, setur mark sitt á borgina. Nánast einkennandi fyrir Reykjavík, og einsleitnin ræður ríkjum.Siggi segir talsverða hræsni ríkjandi í lundabransanum: látið er í veðri vaka að verið sé að selja íslenskan varning en þetta sé að 70 prósentum fjöldaframleitt drasl frá Kína.visir/stefánÞar sem Naustin mætir Hafnarstræti eru þrjár slíkar búðir: Icewear, Lundinn og The Viking. Bara á þeim litla reit. Þangað eru blaðamaður og ljósmyndari komnir til að hitta einn eiganda þessara búða, Sigurð Guðmundsson - Sigga í Víking. Þetta er leitin að mörgæsinni í lundahópnum. Samkvæmt ársreikningum má meta það gróflega sem svo, að sögn Sigurðar, að velta hafi verið öðrum hvorum megin við 10 milljarða árið 2014. Það er því eftir nokkru að slægjast. Enda hafa lundabúðirnar margfaldast á undanförnum árum, í þráðbeinu samhengi við fjölgun ferðamanna á Íslandi.Sjá einnig: 66° Norður velti 2,5 milljörðum árið 2014 Inn í þeirri tölu er velta 66°Norður sem nam 2,5 milljörðum og Icewear sem velti 1,5 milljörðum. Aðrir aðilar á markaði veltu lægri upphæðum. Vert er að benda á að ekki snýst öll starfsemi þessara fyrirtækja um sölu til ferðamanna. 66°Norður er til dæmis með verslun á Strikinu í Kaupmannahöfn og selur ýmsan útivistavarning til fjölmargra aðila hér á landi, til að mynda sjómanna.Stríðið við Icewear-manninn Siggi hefur staðið í stríði við Ágúst Þór Eiríksson sem kenndur er við Icewear nú árum saman; stríði sem kostað hefur Sigga milljóna tugi, að sögn. Siggi er til í að tala og hann talar enga tæpitungu. Enda vanur maður úr bæjarmálapólitíkinni á Akureyri, bæjarfulltrúi þar í fjögur ár fyrir Bæjarlistann.Um áramótin voru 7 búðir sem miðuðu starfsemi sína við ferðamenn, þær eru nú 70. Lundinn flytur kveðjur frá Íslandi um heim allan. Made in China.visir/stefánSigurður birti í sumar grein á Facebook-síðu sinni sem vakti verulega athygli. Þar gerir hann ítarlega grein fyrir átökum sínum við Ágúst Þór. Sigurður er að norðan, snaggaralegur náungi sem staðið hefur í þessum rekstri frá því fyrir aldamót. Þá voru sjö búðir í Reykjavík af þessari tegund, þær eru nú um 70.Selt sem íslensk framleiðsla „Það er óþolandi blöff í þessum geira sem tengist þjóðerniskennd. Að við séum að selja íslenska vöru. Brotabrot af þessu dóti sem við erum að selja er íslenskt, að megninu til er þetta fjöldaframleitt drasl frá Kína – og ég er að taka þátt í því,“ segir Sigurður sem hlífir hvorki sér né öðrum sem standa í þessum bransa. Blaðamaður og ljósmyndari ganga með Sigurði í gegnum þrjár búðir og það ber ekki á öðru; erfitt er að sjá nokkurn mun á erlendri framleiðslu og hinni íslensku. Fánalitirnir íslensku í lógóum og ýmislegt annað er notað til að gefa til kynna að um íslenska vöru sé að ræða. „Markvissar blekkingar. Kúnninn heldur að hann sé að kaupa íslenska vöru.“ En, að sögn Sigurðar er 70 til 80 prósent varningsins framleiddur í útlöndum, einkum Kína. Hann labbar í gegnum eigin búð og bendir á hinar og þessar vörur: Þetta er frá Afríku; Nepal, Þýskaland, Danmörk, Bandaríkin, Spánn... Púðar með áletruninni I love Iceland, þeir eru framleiddir í Kína.Sjá einnig: Drífa kaupir Víkurprjón Sigurður er í raun ekki að segja nýjar fréttir, fallið hafa dómar hjá Neytendastofu í þessa veru og var Drífa ehf, sem meðal annars rekur Icewear-búðirnar, sektuð um milljón krónur vegna villandi merkingar. Sjá hér og hér og þá hér.Hér er svo rætt við Ágúst Þór Eiríksson.Óheyrileg álagning Siggi segir upplýsingagjöf þannig að menn reyni að fegra alla hluti. „Ég skammast mín ekkert fyrir það að vera að flytja inn þetta dót, slétt sama ef allir vita hvað ég er að gera; leggja á þetta drasl sem ég er að selja en það er mikilvægt að vekja neytendavitund Íslendinga en samstaða er ekki til. Meðan svo er spila allir á það. Og okra á öllum eins og þeir lifandi geta.“ Hann segir álagningu óheyrilega. Og kostnaður vegna vörunnar hingað komin, með tollum og flutningsgjöldum, hann má margfalda með með átta til tíu út úr búð. „Ef þú kaupir dúnúlpu úti í búð á 69 þúsund, þá máttu vita að það er hægt að koma henni hingað heim fyrir 8 þúsund krónur.“Verslun ferðamanna hefur alls ekki reynst innlendri framleiðslu sú lyftistöng og margir vonuðust eftir.visir/StefánSiggi sýnir blaðamanni innflutningsskjöl þar sem sjá má verð á vöru sem hann pantar í Kína; brotabrot af því sem hún svo kostar í búð á Íslandi. Það má því ljóst vera að hagnaður er umtalsverður. En, Siggi vill meina að sá mikli hagnaður sé ekki í smásölunni, það séu fasteignaeigendur í miðborginni sem einkum hagnast og svo heildsalarnir sem maki krókinn og þeir eru ekki margir. Raunar mjög fáir og staða þeirra sem þar eru fyrir á fleti er ráðandi, svo mjög að Siggi vill helst líkja við einokun.Heildsalar maka krókinn „Þeir eru tveir til þrír í heildsölunni sem hafa afl í að setja vöruna á markaðinn. Við erum að tala um sorglega litla afkoma smásölunnar miðað við hvað heildsalan er að hafa uppúr krafsinu. Birgjar eru fáir, þú þarft vöru og hugsanlega er bara einn sem getur útvegað þér hana. Þá þarft þú jafnvel að sætta þig við 500 prósenta heildsöluálagningu, sem telst ekkert óeðlileg í þessum geira,“ segir Siggi.Sjá einnig: Minjagripaverslunum bannað að selja lunda, kindur og trékýr Hann segir svo frá að sjálfur hafi hann frá upphafi flutt inn vörur en í litlu magni, um fimm prósent af heildarinnkaupum. Haustið 2010 fór hann til Kína á vörusýningu og krossbrá, verðið sem bauðst var innan við fimmtungur af því sem var í boði hjá íslenskum heildsölum, stundum minna. „Við gerðum okkur grein fyrir að við höfðum verið hafðir að fíflum í mörg ár. Heildsöluálagningin var orðin 500 prósent sem flokkast undir okur en við vissum ekki betur.“ Siggi ákvað í framhaldinu að láta framleiða fyrir sig í Kína og það var þá þegar hann lenti uppá kant við sinn helsta birgja og hefur staðið í málaferlum við hann æ síðan.Sterk staða heildsölu ávísun á einsleitni Samkeppnin er mikil á smásölumarkaðinum en það sem setur strik í reikninginn er að þeir sem eru að flytja inn eru einnig í smásölunni. Og við það er erfitt að keppa. Markaðurinn hefur líkast til fjórfaldast í það minnsta frá árinu 2008, en þá verður sprenging á þessum markaði við fall krónunnar og fjölgun ferðamanna. Siggi segir að það hafi verið ævintýraleg sprengja milli 2008 og 2009 en menn hafi ekki verið undir það búnir.Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Vísi, tók púlsinn á starfsfólki lundaverslana á dögunum fyrir Ísland í dag. Innslagið má sjá að neðan en einnig var rætt við Kristínu Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa.„Menn treystu á sína gömlu birgja sem svo þöndust út eins og myglusveppur á tveggja ára tímabili. Enginn segir neitt eða þorir inná þennan markað, að láta framleiða fyrir sig sjálfir, þeir eiga svo mikið undir þeim,“ segir Siggi sem vill meina að svigrúmið sé ekki neitt.Sjá einnig: Borgin ætlar ekki að fækka lundabúðum Þetta leiðir svo til mikillar einsleitni eins og menn hafa talað um varðandi ásjónu Reykjavíkurborgar; þó búðirnar séu margar þá er þetta meira og minna allt sama dótið sem þær eru að höndla með. „Þetta er ekki falleg bæjarmynd og Íslendingarnir hrekjast úr miðborginni sinni.“Siggi í Víking segir heildsalana vera í ráðandi stöðu og álagningin hjá þeim sé óheyrileg.visir/stefánHverjir eru á markaði? En, hverjir eru á þessum markaði? Siggi segir 66 gráður og Rammagerðina, sem er sama eignarhaldið, stærsta. Þeir reyndar skera sig úr því þeir láta framleiða fyrir sig eigin hönnun og vörur að einhverju leyti í Eystrasaltsríkjunum. Icewear er um það bil jafn stór í heildsölunni og svo er Sólarfilma þarna líka, verulega minni. Þeir voru stærstir en það hefur breyst. Þessir tveir stærstu eru jafnframt í smásölunni. Þeir sem hafa verið helst áberandi í smásölu eru Víkingbúðir Sigga, Geysir og Lundinn, Ísbjörninn, Nordic Store, Handprjónasambandið, Zo-On og Cintamani. Auk þeirra eru fjöldi einyrkja og það sem mun breyta þessu til mikilla muna er að 10/11 búðirnar, sem hafa einmitt verið að höfða mjög til ferðamanna með matvöru sinni, eru svo að koma með látum inná markaðinn og hafa þegar opnað búð í Bankastræti.Ef horft er út um glugga búðarinnar Lundinn við Hafnarstræti, blasir við hinum megin götunnar Icewear, sem er í samkeppni við Lundann, en skaffar Lundanum jafnframt vörur sem heildsali.visir/stefán„Heildsalarnir hafa það fínt. En, það þyrfti að skilja að heildsölu og smásölu. Heildsalarnir eru með búðir sínar við hlið annarra þeirra sem eru í smásölunni. Álagning er skömmtuð sem á bara við um hinar stóru heildsölur, verðlagsstjórnun sem bönnuð er með lögum, en enginn þorir að segja neitt, því svo mikið eiga menn undir þessum byrgjum; þú ert með fína eigin verslun en ert að taka inn vöru á miklum meira en sá við hliðina, sem er kannski með sömu vöru á helmingi minna verði í innkaupum. Því hann er heildsali og smásali,“ segir Siggi. Hann bendir á búðina Lundinn við Hafnarstræti, sem stendur gegnt Icewear, hinum megin við götuna – Icewear útvegar Lundanum vörur en er jafnframt í smásölusamkeppni við Lundann.Fríverslunarsamningurinn grín Siggi segir að vegna þessarar ráðandi stöðu sé fríverslunarsamningurinn við Kína grín, enda sjái almenningur þess engin merki að vöruverð hafi lækkað. Allur sá ávinningurinn af þeim samningi situr eftir í heildsölunni. Milljarða velta helst vitaskuld í hendur við ferðamannasprengjuna sem hefur verið hér undanfarin ár. Menn voru að sjá 35 prósenta veltuaukningu á árinu 2014. Siggi segir að þessi velta gæti verið enn meiri ef samsetning ferðamanna væri með öðrum hætti; ferðamenn sem hingað koma eru ekki að eyða miklu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, sem kenndur er við Víking, en hann hefur starfað í tæpa tvo áratugi við að höndla með varning ætlaðan ferðamönnum, segir megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagningin í hinum svokölluðu lundabúðum er óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu. Þar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkir við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Lundabúðirnar velta milljörðum Miðborg Reykjavíkur hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Hinar svokölluðu lundabúðir, þar sem varningur ætlaður túristum er seldur, setur mark sitt á borgina. Nánast einkennandi fyrir Reykjavík, og einsleitnin ræður ríkjum.Siggi segir talsverða hræsni ríkjandi í lundabransanum: látið er í veðri vaka að verið sé að selja íslenskan varning en þetta sé að 70 prósentum fjöldaframleitt drasl frá Kína.visir/stefánÞar sem Naustin mætir Hafnarstræti eru þrjár slíkar búðir: Icewear, Lundinn og The Viking. Bara á þeim litla reit. Þangað eru blaðamaður og ljósmyndari komnir til að hitta einn eiganda þessara búða, Sigurð Guðmundsson - Sigga í Víking. Þetta er leitin að mörgæsinni í lundahópnum. Samkvæmt ársreikningum má meta það gróflega sem svo, að sögn Sigurðar, að velta hafi verið öðrum hvorum megin við 10 milljarða árið 2014. Það er því eftir nokkru að slægjast. Enda hafa lundabúðirnar margfaldast á undanförnum árum, í þráðbeinu samhengi við fjölgun ferðamanna á Íslandi.Sjá einnig: 66° Norður velti 2,5 milljörðum árið 2014 Inn í þeirri tölu er velta 66°Norður sem nam 2,5 milljörðum og Icewear sem velti 1,5 milljörðum. Aðrir aðilar á markaði veltu lægri upphæðum. Vert er að benda á að ekki snýst öll starfsemi þessara fyrirtækja um sölu til ferðamanna. 66°Norður er til dæmis með verslun á Strikinu í Kaupmannahöfn og selur ýmsan útivistavarning til fjölmargra aðila hér á landi, til að mynda sjómanna.Stríðið við Icewear-manninn Siggi hefur staðið í stríði við Ágúst Þór Eiríksson sem kenndur er við Icewear nú árum saman; stríði sem kostað hefur Sigga milljóna tugi, að sögn. Siggi er til í að tala og hann talar enga tæpitungu. Enda vanur maður úr bæjarmálapólitíkinni á Akureyri, bæjarfulltrúi þar í fjögur ár fyrir Bæjarlistann.Um áramótin voru 7 búðir sem miðuðu starfsemi sína við ferðamenn, þær eru nú 70. Lundinn flytur kveðjur frá Íslandi um heim allan. Made in China.visir/stefánSigurður birti í sumar grein á Facebook-síðu sinni sem vakti verulega athygli. Þar gerir hann ítarlega grein fyrir átökum sínum við Ágúst Þór. Sigurður er að norðan, snaggaralegur náungi sem staðið hefur í þessum rekstri frá því fyrir aldamót. Þá voru sjö búðir í Reykjavík af þessari tegund, þær eru nú um 70.Selt sem íslensk framleiðsla „Það er óþolandi blöff í þessum geira sem tengist þjóðerniskennd. Að við séum að selja íslenska vöru. Brotabrot af þessu dóti sem við erum að selja er íslenskt, að megninu til er þetta fjöldaframleitt drasl frá Kína – og ég er að taka þátt í því,“ segir Sigurður sem hlífir hvorki sér né öðrum sem standa í þessum bransa. Blaðamaður og ljósmyndari ganga með Sigurði í gegnum þrjár búðir og það ber ekki á öðru; erfitt er að sjá nokkurn mun á erlendri framleiðslu og hinni íslensku. Fánalitirnir íslensku í lógóum og ýmislegt annað er notað til að gefa til kynna að um íslenska vöru sé að ræða. „Markvissar blekkingar. Kúnninn heldur að hann sé að kaupa íslenska vöru.“ En, að sögn Sigurðar er 70 til 80 prósent varningsins framleiddur í útlöndum, einkum Kína. Hann labbar í gegnum eigin búð og bendir á hinar og þessar vörur: Þetta er frá Afríku; Nepal, Þýskaland, Danmörk, Bandaríkin, Spánn... Púðar með áletruninni I love Iceland, þeir eru framleiddir í Kína.Sjá einnig: Drífa kaupir Víkurprjón Sigurður er í raun ekki að segja nýjar fréttir, fallið hafa dómar hjá Neytendastofu í þessa veru og var Drífa ehf, sem meðal annars rekur Icewear-búðirnar, sektuð um milljón krónur vegna villandi merkingar. Sjá hér og hér og þá hér.Hér er svo rætt við Ágúst Þór Eiríksson.Óheyrileg álagning Siggi segir upplýsingagjöf þannig að menn reyni að fegra alla hluti. „Ég skammast mín ekkert fyrir það að vera að flytja inn þetta dót, slétt sama ef allir vita hvað ég er að gera; leggja á þetta drasl sem ég er að selja en það er mikilvægt að vekja neytendavitund Íslendinga en samstaða er ekki til. Meðan svo er spila allir á það. Og okra á öllum eins og þeir lifandi geta.“ Hann segir álagningu óheyrilega. Og kostnaður vegna vörunnar hingað komin, með tollum og flutningsgjöldum, hann má margfalda með með átta til tíu út úr búð. „Ef þú kaupir dúnúlpu úti í búð á 69 þúsund, þá máttu vita að það er hægt að koma henni hingað heim fyrir 8 þúsund krónur.“Verslun ferðamanna hefur alls ekki reynst innlendri framleiðslu sú lyftistöng og margir vonuðust eftir.visir/StefánSiggi sýnir blaðamanni innflutningsskjöl þar sem sjá má verð á vöru sem hann pantar í Kína; brotabrot af því sem hún svo kostar í búð á Íslandi. Það má því ljóst vera að hagnaður er umtalsverður. En, Siggi vill meina að sá mikli hagnaður sé ekki í smásölunni, það séu fasteignaeigendur í miðborginni sem einkum hagnast og svo heildsalarnir sem maki krókinn og þeir eru ekki margir. Raunar mjög fáir og staða þeirra sem þar eru fyrir á fleti er ráðandi, svo mjög að Siggi vill helst líkja við einokun.Heildsalar maka krókinn „Þeir eru tveir til þrír í heildsölunni sem hafa afl í að setja vöruna á markaðinn. Við erum að tala um sorglega litla afkoma smásölunnar miðað við hvað heildsalan er að hafa uppúr krafsinu. Birgjar eru fáir, þú þarft vöru og hugsanlega er bara einn sem getur útvegað þér hana. Þá þarft þú jafnvel að sætta þig við 500 prósenta heildsöluálagningu, sem telst ekkert óeðlileg í þessum geira,“ segir Siggi.Sjá einnig: Minjagripaverslunum bannað að selja lunda, kindur og trékýr Hann segir svo frá að sjálfur hafi hann frá upphafi flutt inn vörur en í litlu magni, um fimm prósent af heildarinnkaupum. Haustið 2010 fór hann til Kína á vörusýningu og krossbrá, verðið sem bauðst var innan við fimmtungur af því sem var í boði hjá íslenskum heildsölum, stundum minna. „Við gerðum okkur grein fyrir að við höfðum verið hafðir að fíflum í mörg ár. Heildsöluálagningin var orðin 500 prósent sem flokkast undir okur en við vissum ekki betur.“ Siggi ákvað í framhaldinu að láta framleiða fyrir sig í Kína og það var þá þegar hann lenti uppá kant við sinn helsta birgja og hefur staðið í málaferlum við hann æ síðan.Sterk staða heildsölu ávísun á einsleitni Samkeppnin er mikil á smásölumarkaðinum en það sem setur strik í reikninginn er að þeir sem eru að flytja inn eru einnig í smásölunni. Og við það er erfitt að keppa. Markaðurinn hefur líkast til fjórfaldast í það minnsta frá árinu 2008, en þá verður sprenging á þessum markaði við fall krónunnar og fjölgun ferðamanna. Siggi segir að það hafi verið ævintýraleg sprengja milli 2008 og 2009 en menn hafi ekki verið undir það búnir.Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Vísi, tók púlsinn á starfsfólki lundaverslana á dögunum fyrir Ísland í dag. Innslagið má sjá að neðan en einnig var rætt við Kristínu Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa.„Menn treystu á sína gömlu birgja sem svo þöndust út eins og myglusveppur á tveggja ára tímabili. Enginn segir neitt eða þorir inná þennan markað, að láta framleiða fyrir sig sjálfir, þeir eiga svo mikið undir þeim,“ segir Siggi sem vill meina að svigrúmið sé ekki neitt.Sjá einnig: Borgin ætlar ekki að fækka lundabúðum Þetta leiðir svo til mikillar einsleitni eins og menn hafa talað um varðandi ásjónu Reykjavíkurborgar; þó búðirnar séu margar þá er þetta meira og minna allt sama dótið sem þær eru að höndla með. „Þetta er ekki falleg bæjarmynd og Íslendingarnir hrekjast úr miðborginni sinni.“Siggi í Víking segir heildsalana vera í ráðandi stöðu og álagningin hjá þeim sé óheyrileg.visir/stefánHverjir eru á markaði? En, hverjir eru á þessum markaði? Siggi segir 66 gráður og Rammagerðina, sem er sama eignarhaldið, stærsta. Þeir reyndar skera sig úr því þeir láta framleiða fyrir sig eigin hönnun og vörur að einhverju leyti í Eystrasaltsríkjunum. Icewear er um það bil jafn stór í heildsölunni og svo er Sólarfilma þarna líka, verulega minni. Þeir voru stærstir en það hefur breyst. Þessir tveir stærstu eru jafnframt í smásölunni. Þeir sem hafa verið helst áberandi í smásölu eru Víkingbúðir Sigga, Geysir og Lundinn, Ísbjörninn, Nordic Store, Handprjónasambandið, Zo-On og Cintamani. Auk þeirra eru fjöldi einyrkja og það sem mun breyta þessu til mikilla muna er að 10/11 búðirnar, sem hafa einmitt verið að höfða mjög til ferðamanna með matvöru sinni, eru svo að koma með látum inná markaðinn og hafa þegar opnað búð í Bankastræti.Ef horft er út um glugga búðarinnar Lundinn við Hafnarstræti, blasir við hinum megin götunnar Icewear, sem er í samkeppni við Lundann, en skaffar Lundanum jafnframt vörur sem heildsali.visir/stefán„Heildsalarnir hafa það fínt. En, það þyrfti að skilja að heildsölu og smásölu. Heildsalarnir eru með búðir sínar við hlið annarra þeirra sem eru í smásölunni. Álagning er skömmtuð sem á bara við um hinar stóru heildsölur, verðlagsstjórnun sem bönnuð er með lögum, en enginn þorir að segja neitt, því svo mikið eiga menn undir þessum byrgjum; þú ert með fína eigin verslun en ert að taka inn vöru á miklum meira en sá við hliðina, sem er kannski með sömu vöru á helmingi minna verði í innkaupum. Því hann er heildsali og smásali,“ segir Siggi. Hann bendir á búðina Lundinn við Hafnarstræti, sem stendur gegnt Icewear, hinum megin við götuna – Icewear útvegar Lundanum vörur en er jafnframt í smásölusamkeppni við Lundann.Fríverslunarsamningurinn grín Siggi segir að vegna þessarar ráðandi stöðu sé fríverslunarsamningurinn við Kína grín, enda sjái almenningur þess engin merki að vöruverð hafi lækkað. Allur sá ávinningurinn af þeim samningi situr eftir í heildsölunni. Milljarða velta helst vitaskuld í hendur við ferðamannasprengjuna sem hefur verið hér undanfarin ár. Menn voru að sjá 35 prósenta veltuaukningu á árinu 2014. Siggi segir að þessi velta gæti verið enn meiri ef samsetning ferðamanna væri með öðrum hætti; ferðamenn sem hingað koma eru ekki að eyða miklu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira