Demna Gvasalia nýr listrænn stjórnandi Balenciaga Ritstjórn skrifar 7. október 2015 13:00 Demna Gvasalia Demna Gvasalia er nafn sem við eigum eftir að heyra ansi oft á næstunni, en hann mun taka við sem yfirhönnuður hjá Balenciaga. Það kemur fram í yfirlýsingu frá þeim í dag. Hann tekur við af hönnuðinum Alexander Wang sem hefur gegnt því hlutverki síðan í árslok 2012.Alexander Wang hljóp brosandi hringinn á síðustu sýningu sinni fyrir Balenciaga.Demna Gvasalia er 34 ára frá Georgíu. Hann lærði fatahönnun í Royal Academy of Fine Arts í Belgíu. Hann hefur meðal annars starfað í teymum hjá Maison Martin Margiela og Louis Vuitton. Hann er einn af sjö fatahönnuðum hjá einu heitasta merkinu í París í dag, Vetements. Hann hyggst halda áfram að hanna fyrir Vetements, samhliða því að vera hjá Balenciaga. Það verður spennandi að fylgjast með Gvasalia í nýja hlutverkinu, en fyrsta lína hans fyrir Balenciaga ætti að líta dagsins ljós á tískuvikunni í febrúar.Frá sýningu BalenciagaEkki missa af nýjasta tölublaði Glamour sem er nú komið í allar helstu verslanir, stútfullt af fjölbreyttu efni!Smelltu hér til að tryggja þér áskrift! Glamour Tíska Mest lesið Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Klæddu þig rétt fyrir Airwaves Glamour Við elskum vínrauðan Glamour Eftirminnilegustu Golden Globe kjólarnir Glamour Gataðar augabrúnir 2015 Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Svakalegur samfestingur í Cannes Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Demna Gvasalia valinn manneskja ársins af BoF Glamour
Demna Gvasalia er nafn sem við eigum eftir að heyra ansi oft á næstunni, en hann mun taka við sem yfirhönnuður hjá Balenciaga. Það kemur fram í yfirlýsingu frá þeim í dag. Hann tekur við af hönnuðinum Alexander Wang sem hefur gegnt því hlutverki síðan í árslok 2012.Alexander Wang hljóp brosandi hringinn á síðustu sýningu sinni fyrir Balenciaga.Demna Gvasalia er 34 ára frá Georgíu. Hann lærði fatahönnun í Royal Academy of Fine Arts í Belgíu. Hann hefur meðal annars starfað í teymum hjá Maison Martin Margiela og Louis Vuitton. Hann er einn af sjö fatahönnuðum hjá einu heitasta merkinu í París í dag, Vetements. Hann hyggst halda áfram að hanna fyrir Vetements, samhliða því að vera hjá Balenciaga. Það verður spennandi að fylgjast með Gvasalia í nýja hlutverkinu, en fyrsta lína hans fyrir Balenciaga ætti að líta dagsins ljós á tískuvikunni í febrúar.Frá sýningu BalenciagaEkki missa af nýjasta tölublaði Glamour sem er nú komið í allar helstu verslanir, stútfullt af fjölbreyttu efni!Smelltu hér til að tryggja þér áskrift!
Glamour Tíska Mest lesið Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Klæddu þig rétt fyrir Airwaves Glamour Við elskum vínrauðan Glamour Eftirminnilegustu Golden Globe kjólarnir Glamour Gataðar augabrúnir 2015 Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Svakalegur samfestingur í Cannes Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Demna Gvasalia valinn manneskja ársins af BoF Glamour