Einn daginn berst bréf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2015 09:00 Draumur hins níu ára gamla albanska Petrit rættist á mánudagsmorgun. Hann og systur hans fengu að fara í skóla. Það er með ólíkindum að ekkert hafi bent til þess að Petrit, Laura og Janie fengu sjálfsagða ósk sína uppfyllta. Ef ekki hefði verið fyrir hugrakka foreldra sem sögðu Fréttablaðinu sögu sína væru börnin líklega enn að láta sér leiðast í galtómri íbúð. Ég efast ekki um að börnin í Laugarnes- og Laugalækjarskóla munu taka vel á móti nýju skólafélögum sínum. Sömuleiðis hafa fjölmargir borgarbúar sýnt vilja í verki og aðstoðað fjölskylduna að koma undir sig fótunum. Hins vegar er alls óvíst hve lengi börnin verða velkomin á Íslandi enda hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni fjölskyldunnar um hæli. Afstaða Íslands til Dyflinnarreglugerðarinnar virðist vera sú að það sé skylda fyrir okkur að senda hælisleitendur aftur til næsta Schengen-ríkis, ekki að við höfum heimild til þess. Á meðan stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að verja tveimur milljörðum króna í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur næstu tvö árin stefnir í að vel liðnir Nígeríumenn, sem líta á Ísland sem sitt heimili, verði sendir úr landi á næstunni.Petrit litli vakti föður sinn með látum á mánudaginn og vildi drífa sig í skólann klukkan 6:30. Vafalítið var brosið á andliti hans ekki minna þá um morguninn en það var í lok dags eftir faðmlög skólafélaga. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. Það er sorglegt að hugsa til þess að einn daginn gæti beðið hans bréf í póstkassanum frá íslenskum yfirvöldum þess efnis að hans nærveru sé ekki lengur óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Draumur hins níu ára gamla albanska Petrit rættist á mánudagsmorgun. Hann og systur hans fengu að fara í skóla. Það er með ólíkindum að ekkert hafi bent til þess að Petrit, Laura og Janie fengu sjálfsagða ósk sína uppfyllta. Ef ekki hefði verið fyrir hugrakka foreldra sem sögðu Fréttablaðinu sögu sína væru börnin líklega enn að láta sér leiðast í galtómri íbúð. Ég efast ekki um að börnin í Laugarnes- og Laugalækjarskóla munu taka vel á móti nýju skólafélögum sínum. Sömuleiðis hafa fjölmargir borgarbúar sýnt vilja í verki og aðstoðað fjölskylduna að koma undir sig fótunum. Hins vegar er alls óvíst hve lengi börnin verða velkomin á Íslandi enda hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni fjölskyldunnar um hæli. Afstaða Íslands til Dyflinnarreglugerðarinnar virðist vera sú að það sé skylda fyrir okkur að senda hælisleitendur aftur til næsta Schengen-ríkis, ekki að við höfum heimild til þess. Á meðan stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að verja tveimur milljörðum króna í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur næstu tvö árin stefnir í að vel liðnir Nígeríumenn, sem líta á Ísland sem sitt heimili, verði sendir úr landi á næstunni.Petrit litli vakti föður sinn með látum á mánudaginn og vildi drífa sig í skólann klukkan 6:30. Vafalítið var brosið á andliti hans ekki minna þá um morguninn en það var í lok dags eftir faðmlög skólafélaga. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. Það er sorglegt að hugsa til þess að einn daginn gæti beðið hans bréf í póstkassanum frá íslenskum yfirvöldum þess efnis að hans nærveru sé ekki lengur óskað.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar