Hanaa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar