Hólmar: Tekur á sálina að vera alltaf í botnbaráttu Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 15:00 Hólmar Örn á æfingunni fyrr í dag. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
„Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki