Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2015 07:45 Google hefur þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði, vísir/epa Google hefur fengið til liðs við sig tuttugu íslenska sjálfboðaliða sem vinna munu með fyrirtækinu að íslenskri máltækni. Sjálfboðaliðarnir munu lesa um hundrað og tuttugu þúsund íslensk orð og í kjölfarið verður ráðist í að mynda tvær raddir; karlmanns- og kvenmannsrödd. Um þrjú ár eru síðan Íslendingar gátu byrjað að tala íslensku við leitarvélina. Nú er stefnt að því að leitarvélin sjálf geti talað við fólkið. Úlfar Erlingsson er doktor í tölvunarfræði og starfar við öryggismál hjá Google. Hann heldur utan um verkefnið hér á landi. „Venjulega þegar búin er til svona tölvurödd eru fengnir alvöru leikarar, þeim er borgað og það tekur margar vikur, bara eins og talsetning fyrir bíómyndir. Sú leið svarar hins vegar ekki kostnaði fyrir sjaldgæfari tungumál. Því hefur Google þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði,“ segir Úlfar. „Núverandi röddin er bara algjör tölvurödd, en hinar raddirnar í svona stærri tungumálum eru orðnar rosa flottar, það er enginn mnur á þeim og venjulegri rödd.“ Stefnt er á að klára verkefnið fyrir jól. Úlfar segir að þetta komi til með að verða afar þýðingarmikið til dæmis fyrir kennslu á Íslandi, og fyrir þá sem hafa hug á að læra íslensku. „Máltæknin er fyrst og fremst þýðingarmikil ef fólk vill halda áfram að tala íslensku. Ein hugmyndin er að grunnskólar geti nýtt sér þetta, en eitt af því sem ég hef verið að vinna að er að það sé ókeypis og auðveldur aðgangur að þessu,“ segir hann. Sem fyrr segir verða sjálfboðaliðarnir tuttugu; tíu karlar og tíu konur. Hver og einn les um nokkur hundruð setningar en sett voru þau skilyrði að þeir sem lesi séu með góða, jafna og skýrmælta rödd og kunni að beita henni rétt. Tekið verður upp með sérstökum búnaði frá Google, sem kemur hingað til lands í næstu viku.Þær hættur sem steðja að íslenskri tungu á stafrænni öld voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í fyrravetur. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum. Tengdar fréttir Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Google hefur fengið til liðs við sig tuttugu íslenska sjálfboðaliða sem vinna munu með fyrirtækinu að íslenskri máltækni. Sjálfboðaliðarnir munu lesa um hundrað og tuttugu þúsund íslensk orð og í kjölfarið verður ráðist í að mynda tvær raddir; karlmanns- og kvenmannsrödd. Um þrjú ár eru síðan Íslendingar gátu byrjað að tala íslensku við leitarvélina. Nú er stefnt að því að leitarvélin sjálf geti talað við fólkið. Úlfar Erlingsson er doktor í tölvunarfræði og starfar við öryggismál hjá Google. Hann heldur utan um verkefnið hér á landi. „Venjulega þegar búin er til svona tölvurödd eru fengnir alvöru leikarar, þeim er borgað og það tekur margar vikur, bara eins og talsetning fyrir bíómyndir. Sú leið svarar hins vegar ekki kostnaði fyrir sjaldgæfari tungumál. Því hefur Google þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði,“ segir Úlfar. „Núverandi röddin er bara algjör tölvurödd, en hinar raddirnar í svona stærri tungumálum eru orðnar rosa flottar, það er enginn mnur á þeim og venjulegri rödd.“ Stefnt er á að klára verkefnið fyrir jól. Úlfar segir að þetta komi til með að verða afar þýðingarmikið til dæmis fyrir kennslu á Íslandi, og fyrir þá sem hafa hug á að læra íslensku. „Máltæknin er fyrst og fremst þýðingarmikil ef fólk vill halda áfram að tala íslensku. Ein hugmyndin er að grunnskólar geti nýtt sér þetta, en eitt af því sem ég hef verið að vinna að er að það sé ókeypis og auðveldur aðgangur að þessu,“ segir hann. Sem fyrr segir verða sjálfboðaliðarnir tuttugu; tíu karlar og tíu konur. Hver og einn les um nokkur hundruð setningar en sett voru þau skilyrði að þeir sem lesi séu með góða, jafna og skýrmælta rödd og kunni að beita henni rétt. Tekið verður upp með sérstökum búnaði frá Google, sem kemur hingað til lands í næstu viku.Þær hættur sem steðja að íslenskri tungu á stafrænni öld voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í fyrravetur. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum.
Tengdar fréttir Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00
Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30
Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51
Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58