Einnig fengu boðsgestir forsmekk af októbertölublaði Glamour sem er væntanlegt í verslanir eftir helgi en forsíðuna prýðir ein farsælasta fyrirsæta landsins, Edda Péturs en hún klæðist einmitt nýju línunni í myndaþætti og viðtal inn í blaðinu.
Tískuáhugafólk landsins fjölmennti í boðið til að berja nýju línuna augum og styrkja baráttuna gegn krabbameini en 10% af sölunni þetta kvöld runnu til Krabbameinsfélagsins.
Logi Pedro sá um ljúfa tóna í boðinu og Sigurjón Ragnar smellti myndum. Neðst í fréttinni má finna myndalbúm.






