Skapti og Skafti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 2. október 2015 07:00 Það er gott að vera glæpamaður á Íslandi. Sérstaklega ef viðkomandi sérhæfir sig í fjármögnun og skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum. Því rannsóknaraðgerðir lögreglu virðast ganga út á það að hafa hendur í hári burðardýra og fíkla en láta skipuleggjendur óáreitta. Sú er raunin í sakamáli sem hefur nú verið dómtekið í héraðsdómi Reykjaness þar sem A og B eru ákærðir fyrir þátttöku í innflutningi á tæpum 20 kílóum af sterkum fíkniefnum. Ákærði A var handtekinn í Leifsstöð 3. apríl 2015. Lögreglan ákvað að láta ákærða A afhenda fíkniefnin undir eftirliti og fór afhendingin fram 7. apríl 2015. Fyrir afhendinguna var lögreglan búin að koma fyrir gerviefnum og staðsetningar- og upptökubúnaði í ferðatösku ákærða A. Ákærði B, sem var nýkominn út af geðdeild og undir miklum lyfjaáhrifum, hitti ákærða A og tók á móti ferðatöskunni. Við svo búið var ákærði B handtekinn. Við málsmeðferð í héraði var lögreglumaðurinn sem stýrði rannsóknaraðgerðinni spurður hvers vegna ákærði hefði verið handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram. Svarið var tæknilegir örðugleikar og almannahætta (lesist vilja- og getuleysi). Þessi svör lögreglunnar eru að engu hafandi. Eftirfarandi spurningum er því enn þá ósvarað: Í fyrsta lagi hvers vegna beið lögreglan í fjóra daga með að láta ákærða A afhenda ,,fíkniefnin“ og spillti þannig eigin rannsóknaraðgerð og rannsókn málsins? Í öðru lagi hvers vegna var ákærði B handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram og þannig reynt að handsama skipuleggjendur innflutningsins? Til þess að fyllstu sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að þessi vinnubrögð lögreglu eru þó ekki með öllu fordæmalaus því þau minna um margt á vinnubrögð lögreglunnar í bókinni ,,Krabbinn með gylltu klærnar” þar sem lögreglumennirnir Skapti og Skafti tilkynntu Tinna, að glæpamaðurinn Ómar Ben Salad væri alsaklaus af öllum ásökunum um fíkniefnasmygl, því hann hefði sagt þeim það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er gott að vera glæpamaður á Íslandi. Sérstaklega ef viðkomandi sérhæfir sig í fjármögnun og skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum. Því rannsóknaraðgerðir lögreglu virðast ganga út á það að hafa hendur í hári burðardýra og fíkla en láta skipuleggjendur óáreitta. Sú er raunin í sakamáli sem hefur nú verið dómtekið í héraðsdómi Reykjaness þar sem A og B eru ákærðir fyrir þátttöku í innflutningi á tæpum 20 kílóum af sterkum fíkniefnum. Ákærði A var handtekinn í Leifsstöð 3. apríl 2015. Lögreglan ákvað að láta ákærða A afhenda fíkniefnin undir eftirliti og fór afhendingin fram 7. apríl 2015. Fyrir afhendinguna var lögreglan búin að koma fyrir gerviefnum og staðsetningar- og upptökubúnaði í ferðatösku ákærða A. Ákærði B, sem var nýkominn út af geðdeild og undir miklum lyfjaáhrifum, hitti ákærða A og tók á móti ferðatöskunni. Við svo búið var ákærði B handtekinn. Við málsmeðferð í héraði var lögreglumaðurinn sem stýrði rannsóknaraðgerðinni spurður hvers vegna ákærði hefði verið handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram. Svarið var tæknilegir örðugleikar og almannahætta (lesist vilja- og getuleysi). Þessi svör lögreglunnar eru að engu hafandi. Eftirfarandi spurningum er því enn þá ósvarað: Í fyrsta lagi hvers vegna beið lögreglan í fjóra daga með að láta ákærða A afhenda ,,fíkniefnin“ og spillti þannig eigin rannsóknaraðgerð og rannsókn málsins? Í öðru lagi hvers vegna var ákærði B handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram og þannig reynt að handsama skipuleggjendur innflutningsins? Til þess að fyllstu sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að þessi vinnubrögð lögreglu eru þó ekki með öllu fordæmalaus því þau minna um margt á vinnubrögð lögreglunnar í bókinni ,,Krabbinn með gylltu klærnar” þar sem lögreglumennirnir Skapti og Skafti tilkynntu Tinna, að glæpamaðurinn Ómar Ben Salad væri alsaklaus af öllum ásökunum um fíkniefnasmygl, því hann hefði sagt þeim það.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun