Sara sænskur meistari þriðja árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2015 14:30 Rosengård tapaði aðeins einum leik í sænsku deildinni. vísir/getty Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir varð nú rétt í þessu sænskur meistari með Rosengård þriðja árið í röð. Rosengård var með eins stigs forskot á Glódísi Perlu Viggósdóttur og stöllur hennar í Eskilstuna United fyrir lokaumferðina. Rosengård átti leik gegn Linköpings á meðan Eskilstuna mætti Kopparbergs/Göteborg. Til að gera langa sögu stutta tryggði Rosengård sér titilinn með glæsibrag, með 5-0 sigri á Linköpings. Sara Björk skoraði fjórða mark Rosengård en þetta var sjöunda mark hennar á tímabilinu. Rosengård átti flottan endasprett á tímabilinu og Sara og stöllur hennar unnu fjóra síðustu leiki sína með markatölunni 13-0. Á sama tíma vann Eskilstuna 2-0 sigur á Kopparbergs/Göteborg, en það dugði ekki til. Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna líkt og Arna Sif Ásgrímsdóttir hjá Kopparbergs/Göteborg. Glódís lagði upp fyrra mark Eskilstuna í dag en hún lék hverja einustu mínútu (1980) með liðinu í deildinni á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Eskilstuna fékk aðeins 15 mörk á sig á tímabilinu, fæst allra liða í sænsku deildinni. Þá vann Kristianstads 5-0 sigur á AIK. Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur léku allan leikinn fyrir Kristianstads en Sif Atladóttir kom inn á sem varamaður á 63. mínútu. Kristianstads endaði í 7. sæti deildarinnar en sigurinn í dag var sá fyrsti hjá liðinu síðan 8. september. Elísabet Gunnarsdóttir stýrir Kristianstads en hún var að klára sitt sjöunda tímabil við stjórnvölinn hjá liðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir varð nú rétt í þessu sænskur meistari með Rosengård þriðja árið í röð. Rosengård var með eins stigs forskot á Glódísi Perlu Viggósdóttur og stöllur hennar í Eskilstuna United fyrir lokaumferðina. Rosengård átti leik gegn Linköpings á meðan Eskilstuna mætti Kopparbergs/Göteborg. Til að gera langa sögu stutta tryggði Rosengård sér titilinn með glæsibrag, með 5-0 sigri á Linköpings. Sara Björk skoraði fjórða mark Rosengård en þetta var sjöunda mark hennar á tímabilinu. Rosengård átti flottan endasprett á tímabilinu og Sara og stöllur hennar unnu fjóra síðustu leiki sína með markatölunni 13-0. Á sama tíma vann Eskilstuna 2-0 sigur á Kopparbergs/Göteborg, en það dugði ekki til. Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna líkt og Arna Sif Ásgrímsdóttir hjá Kopparbergs/Göteborg. Glódís lagði upp fyrra mark Eskilstuna í dag en hún lék hverja einustu mínútu (1980) með liðinu í deildinni á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Eskilstuna fékk aðeins 15 mörk á sig á tímabilinu, fæst allra liða í sænsku deildinni. Þá vann Kristianstads 5-0 sigur á AIK. Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur léku allan leikinn fyrir Kristianstads en Sif Atladóttir kom inn á sem varamaður á 63. mínútu. Kristianstads endaði í 7. sæti deildarinnar en sigurinn í dag var sá fyrsti hjá liðinu síðan 8. september. Elísabet Gunnarsdóttir stýrir Kristianstads en hún var að klára sitt sjöunda tímabil við stjórnvölinn hjá liðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira