Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-14 | Afturelding á afturfótunum Elvar Geir Magnússon í Safamýri skrifar 15. október 2015 21:45 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. vísir/vilhelm Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag." Olís-deild karla Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag."
Olís-deild karla Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira