Innlent

Ljósmæður eru slegnar

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Í verkfalli ljósmæðra fyrr á þessu ári voru dregin af þeim 60% af grunnlaunum óháð vinnuframlagi. Ljósmæður á Landspítalanum voru þrjá virka daga í viku í verkfalli en ljósmæður á Sjúkrahúsinu á Akureyri í tvo daga. Þrátt fyrir verkfallið náðu margar ljósmæður að skila fullri vinnuskyldu auk þess sem margar þeirra höfðu ekki vinnuskyldu á verkfallsdögum. Óháð þessu voru dregin 60% af launum þeirra og stefndi Ljósmæðrafélag Íslands því íslenska ríkinu vegna vangoldinna launa.

Félagsdómur kvað upp niðurstöðu sína í dag að viðstöddu margmenni og sýknaði hann íslenska ríkið af kröfum ljósmæðrafélags Íslands. Tveir dómarar af fimm skiluðu séráliti þar sem þeir féllust á kröfur félagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×