Sport

Myrti skokkara með sveðju

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson í leik með Aggies.
Johnson í leik með Aggies. vísir/getty
Thomas Linze Johnson var eitt sinn efnilegur útherji hjá Texas A&M skólanum sem er með eitt besta ruðningsliðið í Bandaríkjunum. Nú blasir við honum lífstíðarfangelsi eða dauðadómur.

Johnson hefur viðurkennt að hafa myrt skokkara í Dallas. Morðið framdi hann í almenningsgarði með sveðju.

„Svo virðist vera sem hann hafi valið fórnarlambið algjörlega af handahófi. Þetta er mjög óvenjulegt og hryllilegt," sagði í tilkynningu frá lögreglunni.

Johnson réðst á fórnarlambið þar sem það var úti að skokka og lét síðan högg með sveðju dynja á fórnarlambinu. Hann hringdi eftir það í Neyðarlínuna og gaf sig síðan sjálfur fram.

Johnson spilaði með NFL-stjörnunni Johnny Manziel árið 2012 en tók sér óútskýrt frí er ferli hans í skólanum var að ljúka. Lítið hafði spurst af honum síðan þar til nú.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×