H&M kemur og fer Stjórnarmaðurinn skrifar 14. október 2015 09:30 Enn ein fréttin var skrifuð nú í gær um væntanlega komu sænska tískurisans H&M til Íslands. Í þetta skiptið var spjallað við framkvæmdastjóra Smáralindar sem staðfesti að hann hefði engar viðræður átt við forsvarsmenn H&M síðan árið 2011. Pælingar um yfirvofandi opnun á Íslandi væru því úr lausu lofti gripnar. Ekki er hægt að sjá í hendi sér hvers vegna H&M ætti að setja á forgangslistann að opna verslanir á Íslandi. Þótt Íslendingur láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að innkaupum er staðreyndin sú að Ísland er sannkallaður örmarkaður með sínar þrjú hundruð þúsund hræður. H&M starfar heldur ekki með sérleyfishöfum og því væri það talsverður höfuðverkur fyrir félagið að stofnsetja verslanir á Íslandi frá grunni án þess að njóta leiðsagnar og reynslu heimamanna. H&M hefur hreinlega stærri fiska að steikja svo gripið sé til beinnar þýðingar á slæmu ensku orðtæki. Stærsta ástæðan er þó sennilega sú að samkvæmt könnunum er H&M með um 30% markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar versla í H&M á ferðum sínum, og því væri félagið sennilega að færa tekjur úr einum vasa í annan með því að opna verslanir hér á landi. Við það má svo bæta öllum þeim kostnaði sem fylgir - svo sem leigu á húsnæði, kostnaði við starfsfólk, markaðsmál og svo mætti áfram telja. Reikningsdæmið er fljótt að súrna. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma gæti því verið að besta leiðin fyrir íslenska H&M aðdáendur til að fá forsvarsmenn félagsins til að opna verslun á Íslandi sé að hætta að versla hjá sænska risanum á ferðum sínum. Þá fyrst væri eftir einhverju að slægjast fyrir H&M enda vandséð að markaðshlutdeildin hér á landi geti risið mikið meira frá því sem nú er. Þetta hefði líka þau jákvæðu hliðaráhrif að styðja enn frekar undir íslenska hönnun og verslun, en af nógu er að taka í þeim efnum. Síðast en ekki síst myndi þetta, a.m.k. tímabundið, mögulega verða til þess að íslenska þjóðin færi að tjalda lengur en til einnar nætur í tískumálum, og velja gæði umfram magn. Ekki veitir af í íslenska vetrinum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Enn ein fréttin var skrifuð nú í gær um væntanlega komu sænska tískurisans H&M til Íslands. Í þetta skiptið var spjallað við framkvæmdastjóra Smáralindar sem staðfesti að hann hefði engar viðræður átt við forsvarsmenn H&M síðan árið 2011. Pælingar um yfirvofandi opnun á Íslandi væru því úr lausu lofti gripnar. Ekki er hægt að sjá í hendi sér hvers vegna H&M ætti að setja á forgangslistann að opna verslanir á Íslandi. Þótt Íslendingur láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að innkaupum er staðreyndin sú að Ísland er sannkallaður örmarkaður með sínar þrjú hundruð þúsund hræður. H&M starfar heldur ekki með sérleyfishöfum og því væri það talsverður höfuðverkur fyrir félagið að stofnsetja verslanir á Íslandi frá grunni án þess að njóta leiðsagnar og reynslu heimamanna. H&M hefur hreinlega stærri fiska að steikja svo gripið sé til beinnar þýðingar á slæmu ensku orðtæki. Stærsta ástæðan er þó sennilega sú að samkvæmt könnunum er H&M með um 30% markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar versla í H&M á ferðum sínum, og því væri félagið sennilega að færa tekjur úr einum vasa í annan með því að opna verslanir hér á landi. Við það má svo bæta öllum þeim kostnaði sem fylgir - svo sem leigu á húsnæði, kostnaði við starfsfólk, markaðsmál og svo mætti áfram telja. Reikningsdæmið er fljótt að súrna. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma gæti því verið að besta leiðin fyrir íslenska H&M aðdáendur til að fá forsvarsmenn félagsins til að opna verslun á Íslandi sé að hætta að versla hjá sænska risanum á ferðum sínum. Þá fyrst væri eftir einhverju að slægjast fyrir H&M enda vandséð að markaðshlutdeildin hér á landi geti risið mikið meira frá því sem nú er. Þetta hefði líka þau jákvæðu hliðaráhrif að styðja enn frekar undir íslenska hönnun og verslun, en af nógu er að taka í þeim efnum. Síðast en ekki síst myndi þetta, a.m.k. tímabundið, mögulega verða til þess að íslenska þjóðin færi að tjalda lengur en til einnar nætur í tískumálum, og velja gæði umfram magn. Ekki veitir af í íslenska vetrinum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira