Pútín vill að Bandaríkjamenn taki þátt í að styrkja stjórn Assads Sýrlandsforseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2015 07:00 Bashar al Assad Sýrlandsforseti tók í höndina á Vladimír Pútín á fundi þeirra í Moskvu árið 2006, þegar Assad naut líka stuðnings víða á Vesturlöndum. nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15