Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 08:00 Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu gegn Lettlandi. vísir/anton brink Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Strákarnir eru öruggir áfram en það er allt undir hjá Tyrkjum. Jóhann Berg Guðmundsson á von á að það verði því mikil og góð stemning Torku Arena í kvöld. „Við þurfum að njóta þess að spila þennan leik. Við erum komnir á EM og þá getum við bara notið þess að spila þennan leik,“ sagði Jóhann Berg við Vísi í gær. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Ísland væri búið að tryggja sér EM-sætið fyrir lokaleikina í riðlinum en það varð engu að síður raunin.vísir/gettyVilja efsta sætið „Eins og ég var að segja við strákana þá hefði það verið laglegt að þurfa að koma hingað í lokaleiknum og sækja einhver stig. Það hefði verið ansi erfitt.“ „Það er því frábært að geta farið pressulausir inn í þennan leik. Það er í raun algjörlega magnað og sýnir hversu vel við höfum staðið okkur í undankeppninni. Það eru ekki mörg landslið sem hefðu getað gert það sem við gerðum.“ „En við viljum að sjálfsögðu vinna leikinn og taka efsta sætið í riðlinum,“ bætir Jóhann við.Ísland er komið á EM og það vita stuðningsmennirnir.vísir/gettyTil í hvað sem er Hann segir að það sé ljóst að öll lið taki Ísland alvarlega úr þessu. „Að spila gegn Íslandi í gamla daga átti að vera ávísun á þrjú stig hjá stóru liðunum en nú taka þau öll okkur alvarlega.“ „Við sýndum það gegn Hollandi, sem við unnum tvisvar, að það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir okkur.“ Jóhann Berg hefur spilað á báðum köntum sem og frammi með Kolbeini Sigþórssyni. Það skiptir hann litlu máli hvar hann spilar í dag, svo framarlega sem hann sé inni á vellinum. „Ég er til í hvað sem er. Það eru bara forréttindi að fá að vera í fyrstu ellefu í þessu liði og ég er til í hvað sem er, hvort sem það er vinstri bakvörður eða eitthvað annað,“ segir hann og hlær.vísir/anton brinkHlýtur að detta inn mark Hann spilar á hægri kantinum hjá Charlton og þekkir því það vel. „Það væri því auðveldast fyrir mig að halda þeirri stöðu en það verður bara að koma í ljós.“ Jóhann Berg á von á að mæta sterkari varnarmönnum í kvöld en á laugardag. „Aðstæður eru vissulega allt öðruvísi en maður reynir samt að koma einhverjum fyrirgjöfum inn í teig og fara svo á vinstri löppina til að skjóta á markið. Það gekk ekki nógu vel á móti Lettlandi en það tekst vonandi betur gegn Tyrklandi.“ Hans síðasta landsliðsmark kom gegn Wales í mars í fyrra og hann segir tímabært að skora annað. „Fyrir löngu síðan. Það hlýtur að detta inn í þessum leik, annars verða menn ansi ósáttir,“ sagði hann og brosti. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Ögmundur: Ég verð tilbúinn Ögmundur Kristinsson veit ekki hvort hann byrjar í marki Íslands gegn Tyrklandi. 12. október 2015 14:30 Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Landsliðsþjálfari Tyrklands hrósaði árangri íslenska landsliðsins mjög á blaðamannafundi í Konya í dag. 12. október 2015 14:54 Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins. 12. október 2015 23:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Strákarnir eru öruggir áfram en það er allt undir hjá Tyrkjum. Jóhann Berg Guðmundsson á von á að það verði því mikil og góð stemning Torku Arena í kvöld. „Við þurfum að njóta þess að spila þennan leik. Við erum komnir á EM og þá getum við bara notið þess að spila þennan leik,“ sagði Jóhann Berg við Vísi í gær. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Ísland væri búið að tryggja sér EM-sætið fyrir lokaleikina í riðlinum en það varð engu að síður raunin.vísir/gettyVilja efsta sætið „Eins og ég var að segja við strákana þá hefði það verið laglegt að þurfa að koma hingað í lokaleiknum og sækja einhver stig. Það hefði verið ansi erfitt.“ „Það er því frábært að geta farið pressulausir inn í þennan leik. Það er í raun algjörlega magnað og sýnir hversu vel við höfum staðið okkur í undankeppninni. Það eru ekki mörg landslið sem hefðu getað gert það sem við gerðum.“ „En við viljum að sjálfsögðu vinna leikinn og taka efsta sætið í riðlinum,“ bætir Jóhann við.Ísland er komið á EM og það vita stuðningsmennirnir.vísir/gettyTil í hvað sem er Hann segir að það sé ljóst að öll lið taki Ísland alvarlega úr þessu. „Að spila gegn Íslandi í gamla daga átti að vera ávísun á þrjú stig hjá stóru liðunum en nú taka þau öll okkur alvarlega.“ „Við sýndum það gegn Hollandi, sem við unnum tvisvar, að það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir okkur.“ Jóhann Berg hefur spilað á báðum köntum sem og frammi með Kolbeini Sigþórssyni. Það skiptir hann litlu máli hvar hann spilar í dag, svo framarlega sem hann sé inni á vellinum. „Ég er til í hvað sem er. Það eru bara forréttindi að fá að vera í fyrstu ellefu í þessu liði og ég er til í hvað sem er, hvort sem það er vinstri bakvörður eða eitthvað annað,“ segir hann og hlær.vísir/anton brinkHlýtur að detta inn mark Hann spilar á hægri kantinum hjá Charlton og þekkir því það vel. „Það væri því auðveldast fyrir mig að halda þeirri stöðu en það verður bara að koma í ljós.“ Jóhann Berg á von á að mæta sterkari varnarmönnum í kvöld en á laugardag. „Aðstæður eru vissulega allt öðruvísi en maður reynir samt að koma einhverjum fyrirgjöfum inn í teig og fara svo á vinstri löppina til að skjóta á markið. Það gekk ekki nógu vel á móti Lettlandi en það tekst vonandi betur gegn Tyrklandi.“ Hans síðasta landsliðsmark kom gegn Wales í mars í fyrra og hann segir tímabært að skora annað. „Fyrir löngu síðan. Það hlýtur að detta inn í þessum leik, annars verða menn ansi ósáttir,“ sagði hann og brosti.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Ögmundur: Ég verð tilbúinn Ögmundur Kristinsson veit ekki hvort hann byrjar í marki Íslands gegn Tyrklandi. 12. október 2015 14:30 Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Landsliðsþjálfari Tyrklands hrósaði árangri íslenska landsliðsins mjög á blaðamannafundi í Konya í dag. 12. október 2015 14:54 Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins. 12. október 2015 23:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00
Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00
Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44
Ögmundur: Ég verð tilbúinn Ögmundur Kristinsson veit ekki hvort hann byrjar í marki Íslands gegn Tyrklandi. 12. október 2015 14:30
Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Landsliðsþjálfari Tyrklands hrósaði árangri íslenska landsliðsins mjög á blaðamannafundi í Konya í dag. 12. október 2015 14:54
Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins. 12. október 2015 23:00