Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson átti stórleik gegn Lettlandi á laugardag og skoraði glæsilegt mark sem kom Íslandi 2-0 yfir. En það dugði ekki til. Lettarnir komu til baka í seinni hálfleik og tryggðu sér 2-2 jafntefli. Íslenska landsliðið, sem er nú þegar öruggt með sæti sitt á EM, er nú komið hingað til Konya í Tyrklandi þar sem liðið mætir heimamönnum í dag. Tyrkir þurfa stig til að tryggja sér þriðja sætið í riðlinum og möguleika á að komast á EM í Frakklandi. „Það er aldrei auðvelt að koma til Tyrklands. Þetta er gryfja og það heyrist vel í stuðningsmönnunum. En markmiðið okkar fyrir þessa tvo leiki var að ná tveimur sigrum. Það var svekkjandi að missa leikinn gegn Lettlandi niður í jafntefli en einbeiting okkar er nú öll á því að vinna leikinn og riðilinn.“ Gylfi segir að þjálfararnir hafi ekki varið miklum tíma í að fara yfir það sem miður fór í leiknum á laugardaginn. „Við vildum koma okkur sem fyrst til Tyrklands og við höfum frekar verið að skoða Tyrkina og hvernig þeir spila. Við vitum að við þurfum að spila betri varnarleik en gegn Lettum og fara aftur til þess sem við höfum verið að gera síðustu tvö ár. Þá verðum við í fínum málum.“Gylfi var ekki sáttur eftir jafnteflið gegn Lettum.vísir/anton brinkSpila öðruvísi fótbolta Þekktasti leikmaður Tyrklands er Arda Turan en Gylfi segir að það séu fleiri öflugir leikmenn í liðinu. „Þeir eru með mjög góða leikmenn, sérstaklega í kringum miðjuna. Þetta eru teknískir leikmenn og mjög vel spilandi. Fram á við eru þeir mjög góðir en þegar þeir tapa boltanum eru þeir með veikleika sem við getum vonandi nýtt okkur.“ Ísland vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik undankeppninnar en síðan þá hefur mikið breyst. Tyrkneska liðið hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og þó nokkrar mannabreytingar hafa verið í leikmannahópi liðsins. „Ég held að sami kjarninn sé samt sem áður til staðar í liðinu. Þeir eru þó að spila öðruvísi fótbolta og þess vegna verður leikurinn ólíkur þeim sem fór fram heima. En við vitum að þetta verður mjög erfitt og vonandi komum við héðan með þrjú stig.“ Hann segir að það yrði mikið afrek fyrir íslenska liðið að vinna leikinn og þar með tryggja sér sigur í riðlinum. „Það væri frábært og mikill heiður. Það sýnir hversu vel við höfum spilað í öllum riðlinum. Þetta er í okkar höndum og ef við vinnum leikinn þá vinnum við riðilinn. Það var markmið okkar frá fyrsta degi og nú er tækifærið okkar, sem er frábært.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00 Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir að íslensku landsliðsmennirnir eigi að njóta þess að spila fyrir bandbrjála stuðningsmenn Tyrklands. 12. október 2015 12:00 Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins. 12. október 2015 23:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti stórleik gegn Lettlandi á laugardag og skoraði glæsilegt mark sem kom Íslandi 2-0 yfir. En það dugði ekki til. Lettarnir komu til baka í seinni hálfleik og tryggðu sér 2-2 jafntefli. Íslenska landsliðið, sem er nú þegar öruggt með sæti sitt á EM, er nú komið hingað til Konya í Tyrklandi þar sem liðið mætir heimamönnum í dag. Tyrkir þurfa stig til að tryggja sér þriðja sætið í riðlinum og möguleika á að komast á EM í Frakklandi. „Það er aldrei auðvelt að koma til Tyrklands. Þetta er gryfja og það heyrist vel í stuðningsmönnunum. En markmiðið okkar fyrir þessa tvo leiki var að ná tveimur sigrum. Það var svekkjandi að missa leikinn gegn Lettlandi niður í jafntefli en einbeiting okkar er nú öll á því að vinna leikinn og riðilinn.“ Gylfi segir að þjálfararnir hafi ekki varið miklum tíma í að fara yfir það sem miður fór í leiknum á laugardaginn. „Við vildum koma okkur sem fyrst til Tyrklands og við höfum frekar verið að skoða Tyrkina og hvernig þeir spila. Við vitum að við þurfum að spila betri varnarleik en gegn Lettum og fara aftur til þess sem við höfum verið að gera síðustu tvö ár. Þá verðum við í fínum málum.“Gylfi var ekki sáttur eftir jafnteflið gegn Lettum.vísir/anton brinkSpila öðruvísi fótbolta Þekktasti leikmaður Tyrklands er Arda Turan en Gylfi segir að það séu fleiri öflugir leikmenn í liðinu. „Þeir eru með mjög góða leikmenn, sérstaklega í kringum miðjuna. Þetta eru teknískir leikmenn og mjög vel spilandi. Fram á við eru þeir mjög góðir en þegar þeir tapa boltanum eru þeir með veikleika sem við getum vonandi nýtt okkur.“ Ísland vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik undankeppninnar en síðan þá hefur mikið breyst. Tyrkneska liðið hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og þó nokkrar mannabreytingar hafa verið í leikmannahópi liðsins. „Ég held að sami kjarninn sé samt sem áður til staðar í liðinu. Þeir eru þó að spila öðruvísi fótbolta og þess vegna verður leikurinn ólíkur þeim sem fór fram heima. En við vitum að þetta verður mjög erfitt og vonandi komum við héðan með þrjú stig.“ Hann segir að það yrði mikið afrek fyrir íslenska liðið að vinna leikinn og þar með tryggja sér sigur í riðlinum. „Það væri frábært og mikill heiður. Það sýnir hversu vel við höfum spilað í öllum riðlinum. Þetta er í okkar höndum og ef við vinnum leikinn þá vinnum við riðilinn. Það var markmið okkar frá fyrsta degi og nú er tækifærið okkar, sem er frábært.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00 Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir að íslensku landsliðsmennirnir eigi að njóta þess að spila fyrir bandbrjála stuðningsmenn Tyrklands. 12. október 2015 12:00 Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins. 12. október 2015 23:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30
Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00
Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00
Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30
Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir að íslensku landsliðsmennirnir eigi að njóta þess að spila fyrir bandbrjála stuðningsmenn Tyrklands. 12. október 2015 12:00
Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins. 12. október 2015 23:00