„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 09:19 Frá fundinum í morgun. Vísir/E. Stefán Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00