Sjö þjóðir hafa bæst í EM-hópinn á síðustu þremur dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2015 13:30 Eden Hazard fagnar EM-sæti Belga í gær. Vísir/Getty Lokaumferðin í riðlunum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar hefst í dag en undanfarna þrjá daga hafa sjö þjóðir tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni EM næsta sumar. Helmingur sætanna er því enn laus. Ítalía, Belgía og Wales tryggðu sig áfram í gærkvöldi, Spánn og Sviss innsigliðu EM-sætið á föstudagskvöldið og á fimmtudaginn voru það Norður-Írland og Portúgal sem fengu EM-farseðilinn í hendurnar. Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér EM-sætið 6. september og var fjórða þjóðin til að komast á EM á eftir gestgjöfum Frakka, Englandi og Tékklandi. Tveimur dögum síðar bættust Austurríkismenn síðan í EM-hópinn. Það eru enn tólf sæti laus á Evrópumótið og það ræðst á næstu þremur dögum hvaða þjóðir hreppa átta þeirra. Fjögur síðustu sætin eru síðan í boði í umspili milli liða sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum. Í kvöld verður keppt í riðlum D, F og I en í þessum þremur riðlum eru enn laus fjögur sæti. Fjórar þjóðir munu því tryggja sér sæti á Evrópumótinu í dag þar af tvær þjóðir úr D-riðlinum.Þjóðverjar ættu að eiga greiða leið inn á EM en aðeins tap hjá þeim á heimavelli á móti Georgíu á sama tíma og það verður jafntefli milli Póllands og Írlands sér til þess að þeir endi ekki í tveimur efstu sætum riðilsins. Fari þetta á versta veg fyrir Heimsmeistara Þjóðverjar verða öll þrjú efstu liðin jöfn að stigum en þeir sitja eftir á lakasta árangrinum í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Stórleikur dagsins í D-riðlinum er án vafa úrslitaleikur Póllands og Írland í Varsjá þar sem 0-0 eða 1-1 jafntefli dugar Póllandi. Írar unnu Þjóðverja í síðasta leik og eru til alls vísir í kvöld.Rúmenar og Ungverjar keppa um að fylgja Norður-Írum upp úr F-riðli en Rúmenar hafa stigi meira fyrir lokaumferðina. Von Ungverja liggur í Færeyjum en ef Rúmenar tapa stigum í Þórshöfn þá komast Ungverjar á EM með sigri í Grikklandi.Portúgalar hafa tryggt sigur sigur í I-riðli og sæti á EM en Danir þurfa að treysta á það að Albanir tapi stigum í Armeníu í dag. Danir hafa lokið keppni en eru með eins stigs forskot á Albana og betri stöðu úr innbyrðisviðureignum. Leikirnir í riðlum F og I fara fram klukkan 16.00 í dag en leikirnir í D-riðlinum verða klukkan 18.45 í kvöld.Þjóðirnar tólf sem hafa tryggt sér sæti á EM 2016: 1. Frakkland (Gestgjafi) 2. England (5. september) 3. Tékkland (6. september)4. Ísland (6. september) 5. Austurríki (8. september) 6. Norður-Írland (8. október) 7. Portúgal (8. október) 8. Spánn (9. október) 9. Sviss (9. október) 10. Ítalía (10. október) 11. Belgía (10. október) 12. Wales (10. október) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00 Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Sjá meira
Lokaumferðin í riðlunum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar hefst í dag en undanfarna þrjá daga hafa sjö þjóðir tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni EM næsta sumar. Helmingur sætanna er því enn laus. Ítalía, Belgía og Wales tryggðu sig áfram í gærkvöldi, Spánn og Sviss innsigliðu EM-sætið á föstudagskvöldið og á fimmtudaginn voru það Norður-Írland og Portúgal sem fengu EM-farseðilinn í hendurnar. Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér EM-sætið 6. september og var fjórða þjóðin til að komast á EM á eftir gestgjöfum Frakka, Englandi og Tékklandi. Tveimur dögum síðar bættust Austurríkismenn síðan í EM-hópinn. Það eru enn tólf sæti laus á Evrópumótið og það ræðst á næstu þremur dögum hvaða þjóðir hreppa átta þeirra. Fjögur síðustu sætin eru síðan í boði í umspili milli liða sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum. Í kvöld verður keppt í riðlum D, F og I en í þessum þremur riðlum eru enn laus fjögur sæti. Fjórar þjóðir munu því tryggja sér sæti á Evrópumótinu í dag þar af tvær þjóðir úr D-riðlinum.Þjóðverjar ættu að eiga greiða leið inn á EM en aðeins tap hjá þeim á heimavelli á móti Georgíu á sama tíma og það verður jafntefli milli Póllands og Írlands sér til þess að þeir endi ekki í tveimur efstu sætum riðilsins. Fari þetta á versta veg fyrir Heimsmeistara Þjóðverjar verða öll þrjú efstu liðin jöfn að stigum en þeir sitja eftir á lakasta árangrinum í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Stórleikur dagsins í D-riðlinum er án vafa úrslitaleikur Póllands og Írland í Varsjá þar sem 0-0 eða 1-1 jafntefli dugar Póllandi. Írar unnu Þjóðverja í síðasta leik og eru til alls vísir í kvöld.Rúmenar og Ungverjar keppa um að fylgja Norður-Írum upp úr F-riðli en Rúmenar hafa stigi meira fyrir lokaumferðina. Von Ungverja liggur í Færeyjum en ef Rúmenar tapa stigum í Þórshöfn þá komast Ungverjar á EM með sigri í Grikklandi.Portúgalar hafa tryggt sigur sigur í I-riðli og sæti á EM en Danir þurfa að treysta á það að Albanir tapi stigum í Armeníu í dag. Danir hafa lokið keppni en eru með eins stigs forskot á Albana og betri stöðu úr innbyrðisviðureignum. Leikirnir í riðlum F og I fara fram klukkan 16.00 í dag en leikirnir í D-riðlinum verða klukkan 18.45 í kvöld.Þjóðirnar tólf sem hafa tryggt sér sæti á EM 2016: 1. Frakkland (Gestgjafi) 2. England (5. september) 3. Tékkland (6. september)4. Ísland (6. september) 5. Austurríki (8. september) 6. Norður-Írland (8. október) 7. Portúgal (8. október) 8. Spánn (9. október) 9. Sviss (9. október) 10. Ítalía (10. október) 11. Belgía (10. október) 12. Wales (10. október)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00 Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Sjá meira
Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00
Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00