Heimir: Óþarfi að missa þetta niður í jafntefli Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 18:32 Heimir og Lars eftir leikinn gegn Kasakstan í haust. Vísir/vilhelm „Það var algjörlega óþarfi að missa þetta niður í jafntefli eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, svekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis í dag. „Við vorum að skapa okkur fullt af færum og með góð hlaup í fyrri hálfleik og í hálfleik töluðum við um að fá betra jafnvægi á spilamennskuna, stöðva skyndisóknirnar því það eru þeirra sterkustu vopn.“ Lettar minnkuðu muninn strax í upphafi seinni hálfleiks upp úr skyndisókn. „Við byrjuðum að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og spila eins og eitthvað allt annað lið. Þetta var allt annað en við höfum verið að gera og við vorum hreint út sagt óskipulagðir í seinni hálfleik sem er ólíkt okkur.“ Heimir vildi ekki kalla það afsökun að liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar í dag. „Auðvitað eru þeir báðir tveir andlegir leiðtogar og mikilvægir í taktíkinni en það eiga allir að kunna hana og það átti ekki að hafa svona mikil áhrif. Þessi mörk sem við fengum á okkur í dag voru mörk sem okkur hefur tekist að loka á.“ Heimir vonaðist til þess að þetta myndi vekja leikmennina til lífsins enda yrðu mótherjarnir töluvert sterkari þegar komið verður á lokakeppni EM. „Þetta sýnir okkur það að við erum góðir í því sem við höfum verið að gera en ekki góðir í því sem við höfum ekki verið að gera. Við förum ekki að breyta um leikstíl í miðjum leik og reyna að vera eitthvað annað lið.“ Heimir sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sá sami og yrði sá sami fyrir leikinn gegn Tyrklandi. „Undirbúningurinn er alltaf sá sami, sama hvort leikurinn er gegn stórri- eða smáþjóð en við þurfum að skoða hugarfarið hjá öllum í kringum liðið, hvort það sé eins. Við þurfum að skoða það betur, sérstaklega eftir þetta.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
„Það var algjörlega óþarfi að missa þetta niður í jafntefli eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, svekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis í dag. „Við vorum að skapa okkur fullt af færum og með góð hlaup í fyrri hálfleik og í hálfleik töluðum við um að fá betra jafnvægi á spilamennskuna, stöðva skyndisóknirnar því það eru þeirra sterkustu vopn.“ Lettar minnkuðu muninn strax í upphafi seinni hálfleiks upp úr skyndisókn. „Við byrjuðum að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og spila eins og eitthvað allt annað lið. Þetta var allt annað en við höfum verið að gera og við vorum hreint út sagt óskipulagðir í seinni hálfleik sem er ólíkt okkur.“ Heimir vildi ekki kalla það afsökun að liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar í dag. „Auðvitað eru þeir báðir tveir andlegir leiðtogar og mikilvægir í taktíkinni en það eiga allir að kunna hana og það átti ekki að hafa svona mikil áhrif. Þessi mörk sem við fengum á okkur í dag voru mörk sem okkur hefur tekist að loka á.“ Heimir vonaðist til þess að þetta myndi vekja leikmennina til lífsins enda yrðu mótherjarnir töluvert sterkari þegar komið verður á lokakeppni EM. „Þetta sýnir okkur það að við erum góðir í því sem við höfum verið að gera en ekki góðir í því sem við höfum ekki verið að gera. Við förum ekki að breyta um leikstíl í miðjum leik og reyna að vera eitthvað annað lið.“ Heimir sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sá sami og yrði sá sami fyrir leikinn gegn Tyrklandi. „Undirbúningurinn er alltaf sá sami, sama hvort leikurinn er gegn stórri- eða smáþjóð en við þurfum að skoða hugarfarið hjá öllum í kringum liðið, hvort það sé eins. Við þurfum að skoða það betur, sérstaklega eftir þetta.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27
Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24