Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 13:00 Samningur RÚV við Vodafone er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Vísir/GVA Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014. Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014.
Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira