Sérþekking í tómarúmi stjórnarmaðurinn skrifar 28. október 2015 07:00 Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira