Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 07:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ísland í Slóveníu og átti stóran þátt í tveimur til viðbótar. Vísir/Vilhelm Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45
Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00
Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30