Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 26. október 2015 19:00 Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent