Tóku skarpa vinstri beygju á Selfossi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. október 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokkinn vera skýran valkost. Mynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson „Ég upplifi það þannig að við höfum bæði verið að skerpa á stefnu okkar bæði til vinstri, hvað varðar jöfnuð og misskiptingu auðs og hvaða aðgerðir er hægt að framkvæma til að sporna við því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, rétt eftir að landsfundi flokksins var slitið í gær. Katrín nefnir nýjar tillögur VG um samfélagsbanka, velferðarmál, menntamál og fleira. Þá segir hún flokkinn hafa skerpt á loftslags- og umhverfismálum sínum. „Það er stórt viðfangsefni, hvernig við getum orðið kolefnishlutlaust land árið 2050.“ Olían kynti undir fólkiVG tók nýtt merki í notkun á fundinumLítið var um átök á fundinum en hitamálið, ef hitamál má kalla, var vafalaust ályktun frá Ungum vinstri grænum um að flokkurinn snúi algerlega baki við olíuvinnslu á Íslandi. Fundarmenn voru þó á einu máli um að Ísland ætti ekki að hefja vinnslu á olíu en upphaflegu ályktunardrögin innihéldu afsökunarbeiðni frá flokknum sökum þess að þáverandi atvinnuvegaráðherra VG, Steingrímur J. Sigfússon, undirritaði sérleyfi vegna olíuleitar árið 2013. Fundarmenn voru ekki þeirrar skoðunar að flokkurinn ætti hlut að máli og vildu ekki biðjast afsökunar. Í ályktuninni kemur fram að stefnt verði að því að gera Ísland kolefnishlutlaust árið 2050 og að vinnsla jarðefnaeldsneytis gangi gegn þeirri stefnu. Nú sé stefnan sett á alþingiskosningar 2017. Katrín sér fyrir sér samstarf stjórnarandstöðuflokkanna til að bjóða upp á skýran valkost gagnvart núverandi ríkisstjórnarflokkum. Hún segir það þó ekki rétt líkt og margir haldi að enginn munur sé á stjórnarandstöðuflokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á ójöfnuð„Sumir þessara flokka vilja til dæmis ekki kannast við það að vera vinstri flokkar eða hægri flokkar. Við skilgreinum okkur sem skýran valkost til vinstri.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn sömu helgi en Katrín segir að landsfundirnir tveir hafi verið miklar andstæður. „Þar er til dæmis verið að leggja til sölu alls konar samfélagseigna. Ég sá ekki betur en að það ætti að selja banka, Ríkisútvarpið og annað.“ Hún segir að stefna Sjálfstæðisflokksins bjóði upp á aukinn ójöfnuð. Unga fólkið átti helgina„Mér finnst í raun og veru gott að báða landsfundina beri upp á sömu helgi. Þarna birtast tveir skýrir pólar í íslenskum stjórnmálum. Þessir fundir eiga það þó báðir sameiginlegt að ungt fólk kemur fram með mjög ákveðnum hætti sem er mjög ánægjulegt. Við höfum svo mikið verið að ræða dvínandi áhuga ungs fólks á stjórnmálum svo að það þykir mér í sjálfu sér vera fagnaðarefni hvort sem það er í mínum flokki eða öðrum.“ Til marks um framgöngu unga fólksins á landsfundi VG má nefna kjör Unu Hildardóttur í embætti gjaldkera, en hún er 24 ára gömul og bar sigurorð af Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa í Kópavogi. Þá var fjöldi ályktana Ungra vinstri grænna samþykktur. Auk þess að skerpa á vinstrisinnuðum stefnumálum sínum samþykkti fundurinn þó nokkrar sérályktanir. Þar má meðal annars nefna tillögur um stofnun samfélagsbanka, höfnun olíuvinnslu og hvalveiða og tilmæli til fulltrúa VG í borgarstjórn Reykjavíkur um að endurflytja tillögu um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael. Fékk mótframboð á síðustu stunduBjörn Valur GíslasonMynd/BaldurBjörn Valur Gíslason var endurkjörinn varaformaður VG á landsfundinum. Hann fékk óvænt mótframboð frá Sóleyju Björk Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa flokksins á Akureyri. Björn fékk 156 atkvæði gegn 93 atkvæðum Sóleyjar. Eftir kosninguna þakkaði Björn stuðninginn en sagði jafnframt að hann myndi standa sig betur í embætti varaformanns. Í aðdraganda landsfundarins var hart lagt að Daníel Hauki Arnarssyni, starfsmanni VG, að bjóða sig fram gegn Birni Val. Meðal annars fékk Daníel Haukur áskorun fjölda félagsmanna flokksins um að bjóða sig fram en hann tók ekki þeirri áskorun. Björn Valur leggur mikla áherslu á að efla tengsl VG við verkalýðshreyfinguna og styðja rækilega við stéttabaráttuna. Mega vel við unaÞrátt fyrir að fylgi VG sé minna í dag en á síðasta kjörtímabili má flokkurinn vel við una. Hann hefur iðulega mælst með fylgi á bilinu 10 til 12 prósent sem er í takt við sögulegt fylgi hans. Raunar er hann eini flokkurinn á Alþingi að Pírötum undanskildum sem hefur ekki upplifað mikla fylgislækkun eða sögulega lágt fylgi. Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég upplifi það þannig að við höfum bæði verið að skerpa á stefnu okkar bæði til vinstri, hvað varðar jöfnuð og misskiptingu auðs og hvaða aðgerðir er hægt að framkvæma til að sporna við því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, rétt eftir að landsfundi flokksins var slitið í gær. Katrín nefnir nýjar tillögur VG um samfélagsbanka, velferðarmál, menntamál og fleira. Þá segir hún flokkinn hafa skerpt á loftslags- og umhverfismálum sínum. „Það er stórt viðfangsefni, hvernig við getum orðið kolefnishlutlaust land árið 2050.“ Olían kynti undir fólkiVG tók nýtt merki í notkun á fundinumLítið var um átök á fundinum en hitamálið, ef hitamál má kalla, var vafalaust ályktun frá Ungum vinstri grænum um að flokkurinn snúi algerlega baki við olíuvinnslu á Íslandi. Fundarmenn voru þó á einu máli um að Ísland ætti ekki að hefja vinnslu á olíu en upphaflegu ályktunardrögin innihéldu afsökunarbeiðni frá flokknum sökum þess að þáverandi atvinnuvegaráðherra VG, Steingrímur J. Sigfússon, undirritaði sérleyfi vegna olíuleitar árið 2013. Fundarmenn voru ekki þeirrar skoðunar að flokkurinn ætti hlut að máli og vildu ekki biðjast afsökunar. Í ályktuninni kemur fram að stefnt verði að því að gera Ísland kolefnishlutlaust árið 2050 og að vinnsla jarðefnaeldsneytis gangi gegn þeirri stefnu. Nú sé stefnan sett á alþingiskosningar 2017. Katrín sér fyrir sér samstarf stjórnarandstöðuflokkanna til að bjóða upp á skýran valkost gagnvart núverandi ríkisstjórnarflokkum. Hún segir það þó ekki rétt líkt og margir haldi að enginn munur sé á stjórnarandstöðuflokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á ójöfnuð„Sumir þessara flokka vilja til dæmis ekki kannast við það að vera vinstri flokkar eða hægri flokkar. Við skilgreinum okkur sem skýran valkost til vinstri.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn sömu helgi en Katrín segir að landsfundirnir tveir hafi verið miklar andstæður. „Þar er til dæmis verið að leggja til sölu alls konar samfélagseigna. Ég sá ekki betur en að það ætti að selja banka, Ríkisútvarpið og annað.“ Hún segir að stefna Sjálfstæðisflokksins bjóði upp á aukinn ójöfnuð. Unga fólkið átti helgina„Mér finnst í raun og veru gott að báða landsfundina beri upp á sömu helgi. Þarna birtast tveir skýrir pólar í íslenskum stjórnmálum. Þessir fundir eiga það þó báðir sameiginlegt að ungt fólk kemur fram með mjög ákveðnum hætti sem er mjög ánægjulegt. Við höfum svo mikið verið að ræða dvínandi áhuga ungs fólks á stjórnmálum svo að það þykir mér í sjálfu sér vera fagnaðarefni hvort sem það er í mínum flokki eða öðrum.“ Til marks um framgöngu unga fólksins á landsfundi VG má nefna kjör Unu Hildardóttur í embætti gjaldkera, en hún er 24 ára gömul og bar sigurorð af Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa í Kópavogi. Þá var fjöldi ályktana Ungra vinstri grænna samþykktur. Auk þess að skerpa á vinstrisinnuðum stefnumálum sínum samþykkti fundurinn þó nokkrar sérályktanir. Þar má meðal annars nefna tillögur um stofnun samfélagsbanka, höfnun olíuvinnslu og hvalveiða og tilmæli til fulltrúa VG í borgarstjórn Reykjavíkur um að endurflytja tillögu um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael. Fékk mótframboð á síðustu stunduBjörn Valur GíslasonMynd/BaldurBjörn Valur Gíslason var endurkjörinn varaformaður VG á landsfundinum. Hann fékk óvænt mótframboð frá Sóleyju Björk Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa flokksins á Akureyri. Björn fékk 156 atkvæði gegn 93 atkvæðum Sóleyjar. Eftir kosninguna þakkaði Björn stuðninginn en sagði jafnframt að hann myndi standa sig betur í embætti varaformanns. Í aðdraganda landsfundarins var hart lagt að Daníel Hauki Arnarssyni, starfsmanni VG, að bjóða sig fram gegn Birni Val. Meðal annars fékk Daníel Haukur áskorun fjölda félagsmanna flokksins um að bjóða sig fram en hann tók ekki þeirri áskorun. Björn Valur leggur mikla áherslu á að efla tengsl VG við verkalýðshreyfinguna og styðja rækilega við stéttabaráttuna. Mega vel við unaÞrátt fyrir að fylgi VG sé minna í dag en á síðasta kjörtímabili má flokkurinn vel við una. Hann hefur iðulega mælst með fylgi á bilinu 10 til 12 prósent sem er í takt við sögulegt fylgi hans. Raunar er hann eini flokkurinn á Alþingi að Pírötum undanskildum sem hefur ekki upplifað mikla fylgislækkun eða sögulega lágt fylgi.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira