„Staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi“ Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 12:44 Forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að bankar rukki nokkurra prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan. Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira