Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Snærós Sindradóttir skrifar 25. október 2015 12:01 Ari Edwald, forstjóri MS. Forstjóri MS, Ari Edwald, lagði til á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins að eftirfarandi klausa færi úr ályktun efnahags- og viðskiptanefndar flokksins: „Mikilvægt er að draga enn frekar úr aðgangshindrunum á íslenskum mörkuðum. Landsfundur ályktar að endurskoða beri búvörulögin frá grunni til að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni íslensks landsbúnaðar. Aukið viðskiptafrelsi bætir hag neytenda. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á að samkeppnislög gildi um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar." Miðað var við að fella alla innflutningstolla niður á næstu fjórum árum. Ari sagði meðal annars í ræðu sinni: „Það vita það allir sem þekkja til í þessum atvinnuvegi að íslenskur landbúnaður mun ekki standast svo róttækar breytingar. Á síðustu fimmtán til tuttugu árum hefur kúabændum hækkað um helming, afurðarstöðum hefur fækkað úr átján í fimm. Það gerir landbúnaðinum kleyft að glíma við aukinn innflutning." Mikið mæddi á Ara á þessu ári þegar verðlagsnefnd búvöru ákvað að hækka verð mjólkurafurða til neytenda. Bjarni Benediktsson á landsfundi SjálfstæðisflokksinsVÍSIR/SnærósEinar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, fór í pontu Ara til stuðnings og sagði meðal annars: „Sú tillaga sem liggur fyrir í þessari málsgrein eins og hún kemur frá efnahags- og viðskiptanefnd er að mínu mati stórhættuleg og ég styð þess vegna breytingartillögu Ara Edwald. Þó það fari lágt í umræðunni er almenna reglan sú að það eru ekki lagðir tollar á innflutta matvöru. Það er lögð tollvernd á landbúnaðarafurðir en það er smám saman að draga úr þeirri tollvernd. Við eigum að reyna að tryggja það að íslenskur landbúnaður verði eftir sem áður öflug og mikilvæg atvinnugrein. En ef þetta á að verða veruleikinn að fella burt þessa tolla sem um ræður þá er bara búið um íslenskan ladnbúnað í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag og það viljum við ekki." Heitar umræður spruttu í kjölfarið. Þorsteinn Halldórsson spurði „Hver er þessi Ari Edwald?" og sagði að Ari hefði ekki talað á þennan hátt þegar hann var forstjóri 365. Hann dylgjaði um að Ari væri augljóslega kominn í framsóknarelítuna með ummælum sínum. Í kjölfarið bað fundarstjóri um að umræður væru ekki persónugerðar. Það skipti máli að umræður væru áfram málefnalegar. Salurinn var klofinn í umræðunni. Fremri hluti salarins, sá nær sviðinu, sem hefur meðal annars Unga Sjálfstæðismenn og Reykjavíkurkjördæmin, fagnaði mjög ræðum þeirra sem töluðu gegn Ara. Aftari hluti salarins með Norðvestur- og Norðausturkjördæmi klappaði aldrei eftir ræður þeirra sem afnema vilja landbúnaðartolla. Albert Guðmundsson, nýr formaður Heimdallar, bað fólk að falla ekki fyrir hræðsluáróðri Einars og Ara. Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, steig í pontu og sagðist meðal annar hafa talað við konu sem væri mjög vel að sér í erlendum landbúnaðarafurðum. „Íslenskar landbúnaðarvörur eru mjög heilnæmar og allskonar vaxtahvetjandi efni nota íslenskir bændur ekki. En eru allir sannfærðir um það að svínabændur í Evrópulandi fari betur með svín sín en íslenskir bændur? Auðvitað vitum við að svo er ekki. Við eigum að mæta viðskiptahindrunum erlendra ríkja og ekki láta heildsalana í þeim tilvikum njóta þess að þeir fá vörurnar niðurgreiddar erlendis. Nær væri að segja að við bönnum innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarafurðum!" Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, lagði fram málamiðlunartillögu sem fól í sér að textinn eins og hann stendur í aðalskjalinu, myndi standa óbreyttur nema hvað það snertir að orðin og stefnt skal að afnámi allra tolla á næstu fjórum árum myndu falla út. Sú tillaga var samþykkt. Tillögu efnahags- og viðskiptanefndar um að afnema bæri alla tolla á næstu fjórum árum var því hafnað. Alþingi Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira
Forstjóri MS, Ari Edwald, lagði til á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins að eftirfarandi klausa færi úr ályktun efnahags- og viðskiptanefndar flokksins: „Mikilvægt er að draga enn frekar úr aðgangshindrunum á íslenskum mörkuðum. Landsfundur ályktar að endurskoða beri búvörulögin frá grunni til að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni íslensks landsbúnaðar. Aukið viðskiptafrelsi bætir hag neytenda. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á að samkeppnislög gildi um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar." Miðað var við að fella alla innflutningstolla niður á næstu fjórum árum. Ari sagði meðal annars í ræðu sinni: „Það vita það allir sem þekkja til í þessum atvinnuvegi að íslenskur landbúnaður mun ekki standast svo róttækar breytingar. Á síðustu fimmtán til tuttugu árum hefur kúabændum hækkað um helming, afurðarstöðum hefur fækkað úr átján í fimm. Það gerir landbúnaðinum kleyft að glíma við aukinn innflutning." Mikið mæddi á Ara á þessu ári þegar verðlagsnefnd búvöru ákvað að hækka verð mjólkurafurða til neytenda. Bjarni Benediktsson á landsfundi SjálfstæðisflokksinsVÍSIR/SnærósEinar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, fór í pontu Ara til stuðnings og sagði meðal annars: „Sú tillaga sem liggur fyrir í þessari málsgrein eins og hún kemur frá efnahags- og viðskiptanefnd er að mínu mati stórhættuleg og ég styð þess vegna breytingartillögu Ara Edwald. Þó það fari lágt í umræðunni er almenna reglan sú að það eru ekki lagðir tollar á innflutta matvöru. Það er lögð tollvernd á landbúnaðarafurðir en það er smám saman að draga úr þeirri tollvernd. Við eigum að reyna að tryggja það að íslenskur landbúnaður verði eftir sem áður öflug og mikilvæg atvinnugrein. En ef þetta á að verða veruleikinn að fella burt þessa tolla sem um ræður þá er bara búið um íslenskan ladnbúnað í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag og það viljum við ekki." Heitar umræður spruttu í kjölfarið. Þorsteinn Halldórsson spurði „Hver er þessi Ari Edwald?" og sagði að Ari hefði ekki talað á þennan hátt þegar hann var forstjóri 365. Hann dylgjaði um að Ari væri augljóslega kominn í framsóknarelítuna með ummælum sínum. Í kjölfarið bað fundarstjóri um að umræður væru ekki persónugerðar. Það skipti máli að umræður væru áfram málefnalegar. Salurinn var klofinn í umræðunni. Fremri hluti salarins, sá nær sviðinu, sem hefur meðal annars Unga Sjálfstæðismenn og Reykjavíkurkjördæmin, fagnaði mjög ræðum þeirra sem töluðu gegn Ara. Aftari hluti salarins með Norðvestur- og Norðausturkjördæmi klappaði aldrei eftir ræður þeirra sem afnema vilja landbúnaðartolla. Albert Guðmundsson, nýr formaður Heimdallar, bað fólk að falla ekki fyrir hræðsluáróðri Einars og Ara. Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, steig í pontu og sagðist meðal annar hafa talað við konu sem væri mjög vel að sér í erlendum landbúnaðarafurðum. „Íslenskar landbúnaðarvörur eru mjög heilnæmar og allskonar vaxtahvetjandi efni nota íslenskir bændur ekki. En eru allir sannfærðir um það að svínabændur í Evrópulandi fari betur með svín sín en íslenskir bændur? Auðvitað vitum við að svo er ekki. Við eigum að mæta viðskiptahindrunum erlendra ríkja og ekki láta heildsalana í þeim tilvikum njóta þess að þeir fá vörurnar niðurgreiddar erlendis. Nær væri að segja að við bönnum innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarafurðum!" Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, lagði fram málamiðlunartillögu sem fól í sér að textinn eins og hann stendur í aðalskjalinu, myndi standa óbreyttur nema hvað það snertir að orðin og stefnt skal að afnámi allra tolla á næstu fjórum árum myndu falla út. Sú tillaga var samþykkt. Tillögu efnahags- og viðskiptanefndar um að afnema bæri alla tolla á næstu fjórum árum var því hafnað.
Alþingi Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira