Sjáðu brot úr ræðu Hönnu Birnu: „Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2015 14:04 Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ákvörðunina um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan: Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03